Vigur: Lítil eyja á leið til sjálfbærni
Vigur er lítil eyja í hjarta Ísafjarðardjúps sem á sér ríka menningarlega og náttúrulega arfleifð sem nýtur virðingar bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi. Núverandi eigendur, umsjónaraðilar og íbúar eyjarinnar, Felicity Aston og Gísli Jónsson, munu kynna þróun mála á Vigur frá árinu 2020 og segja frá framtíðarsýn sinni fyrir eyjuna. Þar á meðal verður kynning á nýstofnuðum sjóði, Vigur Island Foundation, og innleiðingu á sjálfbærnivottun SMILO (Small Islands Organisation) – samfélagsdrifnu kerfi sem stuðlar að bættri nýtingu auðlinda á smáeyjum með áherslu á vatn og fráveitu, úrgang, orku, líffræðilega fjölbreytni, landslag og menningararf.
Að lokinni kynningu verður gefinn kostur á að spyrja spurninga og haldið verður aukafundur fyrir þá sem vilja fá frekari upplýsingar um þróunarferli SMILO sjálfbærnivottunar á Vigur.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Fyrirlesturinn fer fram á ensku