Á fimmtudaginn þann 10. júlí munu sumarnemendur SIT (School of International Training) halda kynningar á rannsóknum sínum um efni sem tengist endurnýjanlegri orku og tækni, svo og umhverfisáhrifum, stefnumótun og jafnvel íslenskri goðafræði.
Sumarnemendur SIT koma í tveggja vikna dvöl hjá HV þar sem þau fá fjölbreytta fyrirlestra frá fólki og fyrirtækjum í samfélaginu, t.d. Orkubúi Vestfjarða og Bláma, fara í vettvangsferðir t.d. í Kerecis, Mjólkárvirkjun, Heydal og Saltverk, auk fjölda annarra kynninga og fyrirlestra. Nemendur hafa unnið hörðum höndum að lokaverkefnum sínum og margir þeirra hafa tekið viðtöl við Íslendinga sem hluta af rannsóknum sínum. Það er því næsta víst að þetta verður áhugavert!
Kynningarnar eru opnar öllum og verða á fimmtudaginn í kennslustofu nr. 4 kl. 9:00-12:30 og 13:30-16:30.