Meistaraprófsvörn - Að meta samfélagsleg þolmörk skemmtiferðaskipakoma til Ísafjarðar

Á næstunni fara fram varnir meistaranema við Háskólasetur Vestfjarða. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og eru nemendurnir frá bæði sjávarbyggðarfræði og haf-og strandsvæðastjórnun. Varnirnar eru öllum aðgengilegar í gegnum hlekki sem finna má hér fyrir neðan en einnig er öllum velkomið að mæta á varnirnar sem fram fara í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði.

Nemandi: Elizabeth Riendeau
Titill ritgerðar: Að setja stefnuna fyrir sjálfbærni - Að meta samfélagslega burðargetu skemmtiferðaskipaþjónustu á Ísafirði
Námsleið: Haf- og strandsvæðastjórnun

Hlekkur á Zoom

Samantekt: 

Mikil aukning skemmtiferðaskipaþjónustu um allan heim hefur valdið áhyggjum um hvort viðkomustaðir geti tekist á við aukinn fjölda ferðamanna. Skemmtiferðamennska tengist ýmsum félagslegum og umhverfislegum áhrifum sem oft geta dregið í efa sjálfbærni greinarinnar. Rannsóknin beinist að Ísafirði, litlum bæ á Vestfjörðum með ört vaxandi innstreymi ferðamanna af skemmtiferðaskipum. Í framhaldi af fyrri rannsókn á samfélagslegri sjálfbærni siglinga til Ísafjarðar frá árinu 2013 (O’Brien, 2014), skoðar þessi ritgerð breytingar á sjónarhorni íbúa gagnvart farþegum skemmtiferðaskipa yfir einn áratug. Síðan þá hafa aðrar rannsóknir verið gerðar um efnið, en slíkar kannanir hafa ekki verið gerðar áður með því að nota samfélagskönnun eða með tilliti til ferðaþjónustu eftir COVID-19. Í þessari ritgerð er leitast við að greina í hvaða mæli skemmtiferðaskip og þjónusta þeim tengd er velkomin meðal íbúaog viðhorf þeirra og umburðarlyndi til greinarinnar. Ennfremur kannar þessi ritgerð sjónarhorn hagsmunaaðila og sérfræðinga til að skilja hvernig þau gætu verið í andstöðu við íbúa. Notast var við samfélagskönnun til að meta umburðarlyndi íbúa en viðtöl voru tekin við fimm helstu hagsmunaaðila. Niðurstöður sýna að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn á Ísafirði hefur náð burðargetu og íbúar eru á móti frekari vexti. Hins vegar kom í ljós að stuðningur við óbreytt ástand var skiptari og margir íbúar reyndust umburðarlyndir gagnvart núverandi fjölda ferðamanna. Á grundvelli þessara niðurstaðna er mælt með því að setja þak á farþegafjölda skemmtiferðaskipa á sama tíma og tryggja að nýjar takmarkanir taki mið af skoðunum heimamanna.