Íslenskunámskeið A1/A2

Byrjendur A1-A2 er þriggja vikna stíft og fjölbreytt námskeið á stigi A1-A2 evrópska tungumálarammans. Námskeiðið miðar að því að læra eins mikið og hægt er á sem skemmstum tíma, að fá eins mikinn grunn í málinu og hægt er. Aðaláherslan er á hversdagslíf þegar kemur að orðaforða og málfræði en einnig spilar menning rullu í dagskránni, aðallega vestfirsk menning. Talfærni er einnig æfð, ásamt framburði og skriffærni. Námskeiðið gagnast erlendum skiptinemum við háskóla en einnig ferðamönnum og þeim sem hafa aðsetur á Íslandi og vilja stíga fyrstu sporin á íslenskubrautinni. Námskeiðið er góður grunnur að frekara íslenskunámi.

Að námskeiði loknu geta nemendur verið á stigi A1-A2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Vinsamlegast athugið að ef fjöldi þátttakenda er lægri en 6 verða kennslustundir færri og námskeiðið verður einstaklingsmiðað.