Háskólahátíð

Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistaranámi hjá Háskólasetri sem og fjar­nemum af Vestfjörðum. Háskólahátíð er þó ekki eingöngu fyrir út­skriftar­árgang, heldur líka fyrir alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfsfólk, stjórn og stofnaðila sem og aðra samstarfsaðila í gegnum tíðina.

Formleg útskrift er frá Háskólanum á Akureyri. Háskólasetrið efnir af þessu tilefni til háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 17. júní, eins og árlega. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftar­nema til að samfagna á háskólahátíðinni á Hrafnseyri. Eins og árlega megum við reikna með að rektor Háskólans á Akureyri heiðri Háskólahátíð með nærveru sinni.

Við eigum alltaf nokkrar húfur með áletruðum ártölum fyrri útskriftarárganga. Þess vegna er þeim sem geta ekki mætt með sínum útskriftarárgangi óhætt að koma á næsta ári, eða þess vegna á einhverjum næstu árum, og geta þá fengið afhenta áletraða húfu með réttu ártali.

Árið 2024 er líka haldið upp á 1150 ára landnáms Ingólfs Arnarsonar og 80 ára afmælis lýðveldis okkar tíma. Skipulag dagsins á Hrafnseyri verður mjög svipað og árin á undan. Athöfnin er úti undir berum himni meðan veður leyfir.

Háskólahátíð verður hlutur heildardagskrár á Hrafnseyri. Formlegt boðsbréf verður sent þegar nákvæm dagskrá er tilbúin. Háskólahátíð er hluti af hátíðarhöldum á Hrafnseyri í tilefni 17. júni. Boðið verður upp á ókeypis sætaferðir frá Ísafirði á Hrafnseyri og til baka. Tillit verður tekið til flugs til/frá Ísafirði.


Dagskrá
11:15                     Mæting hjá Háskólasetri Vestfjarða
11:30                    Rúta fer frá Háskólasetri til Hrafnseyrar (skráning þarf fyrir rútu)
13:00                   Athöfn í Hrafnseyrarkirkju sem hluti af þjóðhátíðardegi
13:45                  
Dagskrá þjóðhátíðardags á Hrafnseyri, kökuhlaðborð. Súpa og brauð til sölu.
14:15                    Hátíðarræða, aðrar ræður og tónlistaratriði
15:00-16:30    Háskólahátíð í tilefni útskriftar meistaranema Háskólaseturs Vestfjarða
17:00.                 Rúta frá Hrafnseyri til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði  (skráning þarf fyrir rútu)

Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is fyrir skráningu í rútu.

 

Gisting í stúdentagörðum: Við bjóðum útskriftarnemendum og fyrrverandi nemendum að gista á afsláttarverði í stúdíóíbúiðum í nývígðum stúdentagörðum meðan eitthvað er laust. Frekari upplýsingar: studentagardar@uw.is