Námskeið: Búferlaflutningar og íbúaþróun

Enska lýsingu á námskeiðinu má finna hér: https://www.uw.is/en/study/resources/course-catalogue/course-catalogue-2023-2024/migration-and-population-development

Öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur eru opin gestanemum, skiptinemum og fólki úr atvinnulífinu og eru hluti af tveimur alþjóðlegum þverfaglegum meistaranámsleiðum, haf- og strandsvæðastjórnun, og sjávarbyggðarfræði.

Í kennsluskrá má finna upplýsingar um þau áhugaverðu námskeið sem kennd eru á hverju skólaári. Námskeiðin eru kennd í lotum og eru kennd á ensku þar sem nemendahópurinn er alþjóðlegur og kennarar koma alls staðar að úr heiminum.