Hér verða kynnt hugtök, lögmál, nálganir og málefni tengd landfræðilegum upplýsingakerfum (GIS), þ.á.m. kortagerð sem gagnast samfélögum. Ekki er krafist þekkingar á GIS. Námskeiðið mun gera nemendum kleift að skilja grunnhugtök GIS og hlutverki kerfisins sem stjórntækis í strandsvæðastjórnun. Nemendur munu öðlast skilning á tækninni sem býr að baki niðurstöðum og rýmisgreiningum GIS. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og verklega kennslu með áherslu á hagnýta reynslu af notkun GIS hugbúnaðarins.
Lestu meira um námskeiðið hér.