Námskeiðið mun fara yfir ýmis viðfangsefni tengd sjávarútvegi, þar á meðal stofnstærðarmat, tengsl fiskistofna og búsvæða, lífsferla og stofnfræði fiska, mat á aflamarki ásamt veiðistjórnun. Námskeiðið mun veita yfirlit yfir sum af þeim dæmigerðu viðmiðum og viðmiðunarpunktum sem notaðir eru til að meta stöðu stofna, hvaða gerðir gagna eru hluti af líffræðilegu mati og sum af þeim fræðum og verklagi á bak við öflun þeirra gagna. Líkön fyrir vöxt, dánartíðni og stofnstærð verða skoðuð og rædd, ásamt hugtökum sem tengjast pólitískum ferlum veiðistjórnunar. Auk þessa mun námskeiðið fara yfir þá tækni sem notuð er við nýtingu sjávarafurða og hvernig hún getur nýst best, hverjir eru annmarkar hennar, umhverfisáhrif sem hljótast af notkun hennar og framtíðarþróun.
Lestu meira um námskeiðið hér.