Í námskeiðinu öðlast nemendur þekkingu, leikni og hæfni í hagnýtum aðferðum. Á námskeiðinu er farið yfir helstu aðferðir sem notaðar eru í sjávartengdum fræðum og unnið með efnivið líkt og sýnatöku, gagnasöfnun, úrvinnslu og túlkun. Styrkleikar og takmarkanir viðeigandi aðferða eru ræddir. Námskeiðið samanstendur af gestafyrirlestrum þar sem kynntar verða aðferðir sem notast er við á þessu sviði. Þar að auki verður fjallað um tengsl aðferðafræði og fræðilegra viðfangsefna. Í verklegum tímum ræða nemendur rannsóknargreinar í tengslum við sjávartengd fræði sem og aðferðir. Á námskeiðinu öðlast nemendur færni í að beita ólíkum aðferðum og verkfærum til að stýra vísindalegum og vönduðum könnunum.
Lestu meira um námskeiðið hér.