Það verður tómlegt Háskólasetursmegin í Vestrahúsi dagana 16. - 18. október, því þá bregða starfsmenn og nemendur sér af bæ og sækja ráðstefnuna Arctic Circle, eða Hringborð Norðurslóða, sem haldin verður í Hörpu.
Dr. Peter Weiss, Dr. Catherine P Chambers, Dr. Brack Hale og Randall Morgan Green, starfsfólk HV, verða á ráðstefnunni ásamt stundakennurunum Dr. Romain Chuffart, Dr. Pat Maher, Dr. Patrick Heidkamp og Dr. David Cook, og nemendum. Þá verða tveir SIT hópar (School of International Training) með í för, annars vegar Dr. Jill Welter með SIT meistaranemum í Climate Change and Global Sustainability og hins vegar Dr. Christine Palmer með SIT nemum í Climate Change and the Arctic.
Háskólasetur Vestfjarða verður með bás á ráðstefnunni, við hliðina á Háskólanum á Akureyri, og hlakkar föruneyti HV mikið til að hitta gesti og gangandi og vonast til að rekast á fyrrverandi nemendur sem og að mynda ný tengsl.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.