Einu forkröfurnar eru að taka netnámskeiðið Bjargir á Icelandic Online.

Við viljum gera okkar besta svo þú fáir sem mest úr námskeiðinu sem þú velur. Til þess að svo megi verða er gott að koma vel undirbúin/n. Netnámskeiðið Icelandic Online er mjög frambærilegt og
ráðleggjum við þér að nýta það. Við gerum og ráð fyrir að allir þátttakendur á námskeiðum A1 og A1-A2 hafi farið í gegnum Bjargir-hluta netnámskeiðsins. Kennarar A1 og A1-A2 munu hafa netnámskeiðið til hliðsjónar á námskeiðunum. Icelandic Online er ókeypis og öllum opið.

 

Mín tungumálakunnátta

Fólk nálgast tungumálanám á ólíkan og einstaklingsbundinn hátt. Er því best ef nemendur meta sjálfir hvar þeir standa og meti hvaða námskeið passi þeirra getustigi best. Þess vegna er gott að kynna sér evrópska tungumálarammann og skoða einnig sjálfsmatsrammann til að staðsetja færni sína. Ef þú ert óviss um hvar þú stendur er auðvitað gott að hafa samband við okkur.

Sækja um

Vinsamlega fylltu út umsóknina hér fyrir neðan, við svörum innan 10 virkra daga. Ef þú lendir í vandræðum með umsóknina skaltu hafa samband í tölvupósti eða hringja í Háskólasetur Vestfjarða.