Stúdentagarðarnir rísa

Eins og mörg hafa eflaust tekið eftir er farin að koma mynd á Stúdentagarðana sem eru í byggingu við Fjarðarstræti. Húsin verða tvö og er nú keppst við að reisa annað þeirra sem á að verða tilbúið til notkunar 15. september.

Húsin eru flutt inn frá Eistlandi og eftir undirbúningsvinnu sem unnin var af heimamönnum kom í síðasta mánuði stór vinnuflokkur að utan til að reisa fyrri bygginguna. Verkinu nokkuð hratt núna, svo sjá má mun nær daglega. Meðfylgjandi myndir voru teknar liðna helgi þegar vinna var í fullum gangi.

Í hvoru húsi verða 20 stúdíóíbúðir svo allt í allt geta Stúdentagarðarnir hýst 40 námsmenn. En sem fyrr segir stendur til að 20 íbúðir verði tilbúnar í haust, þó ekki fyrr en um miðjan september en kennsla hefst í lok ágúst.