Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir gestafjölskyldum á lista fyrir SIT nema, en hópar bandarískra háskólanema frá School of International Training (SIT) koma til náms á Ísafirði tvisvar á ári, að vori og hausti.
Nemarnir dvelja hjá gestafjölskyldum sínum í 3 vikur og í haust er tímabilið 30. ágúst til 20 september, en í vor er það ca. 27. febrúar til 20. mars.
Það sem gestafjölskyldur þurfa að útvega er gisting í einkaherbergi og matur með fjölskyldunni (nemar sjá sér sjálfir fyrir hádegismat á virkum dögum). Nemarnir taka þátt í hversdagslegum verkefnum fjölskyldunnar og fá tækifæri til að upplifa og gera það sem fjölskyldan er að gera. Njóta samveru, fara í sund, ísbíltúr, og vaska upp - í raun allt það sem venjulegar fjölskyldur gera saman. Nemarnir stunda nám sitt frá 9-16 alla virka daga í húsnæði Háskólaseturs. Greitt er fyrir dvölina, kr. 5000 á dag (kr. 105.000 samtals fyrir hvern nema).
Það er bæði gaman og gefandi að taka á móti gestanemum og við mælum heilshugar með því að prófa! Ef þið hafið áhuga eða viljið fá frekari upplýsingar, endilega setjið ykkur í samband við þjónustustjóra Háskólaseturs Vestfjarða, Guðrúnu S Matthíasdóttur, um netfangið gunnasigga@uw.is