Miðstöð byggðafræði að taka á sig mynd hjá Háskólasetri Vestfjarða

Starfsmenn Byggðastofnunar heimsækja stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða. Frá hægri: Arnar Már El…
Starfsmenn Byggðastofnunar heimsækja stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða. Frá hægri: Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs, Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs. Með á myndinni er Ester Sturludóttir á skrifstofu stúdentagarða, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Vestfjarðastofa og stjórnarmaður í stjórn stúdentagarða, og Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða.

Á fimmtudagsmorgni komu starfsmenn Byggðastofnunar við í nýbyggðum stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða. Þó Byggðastofnun hefði ekki komið að fjármögnun stúdentagarða hafa starfsmenn sýnt þessu framtaki mikinn áhuga, enda leið til að efla byggð.

Forstöðumaður Háskólaseturs, Peter Weiss, taldi ekki síðst tilkoma námsleiðar í Byggðafræði og fjölgun nemenda í kjölfar hafi gert það að verkum að Háskólasetur Vestfjarða þurfti að huga til byggingar nemendaíbúða. Um leið sé tilkoma nýrrar námsleiðar í Byggðafræði skref Háskólaseturs í þá átt til að verða miðstöð byggðafræði í landinu, og eins og Byggðastofnun sjálf þá sé þessi miðstöð einu sinni fyrir öll ekki staðsett á höfuðborgarsvæðinu.

Á aðalfundi Byggðastofnunar voru veittir byggðarannsóknarstyrkir, sex talsins í ár, en af þeim féllu þrír í skaut stundakennara og f.v. stundakennara hjá Háskólasetrinu: Þóroddur Bjarnason HÍ/HA, Ari Klængur Jónsson, HÍ, og Jóhanna Gísladóttir, LBHÍ. Auk þess hélt annar f.v. stundakennari hjá Háskólasetri, Ásdís Hlökk Theodorsdóttir sem fékk byggðarannsóknarstyrk í fyrra, áhugavert erindi um bolmagn íslenskra sveitarfélaga í skipulagsmálum. Þar sem Háskólasetur Vestfjarða þarf enn sem er að kenna öll sín námskeið með stundakennurum myndast veglegt tengslanet og endurspeglaði ársfundur Byggðastofnunar einmitt þetta tengslanet.

Annar fyrirlesari á ársfundi, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, kynnti sitt lokaverkefni sem hefur hlotið styrk Byggðastofnunar 2022, en Sigríður Lára tók námskeið hjá UW um viðbrögð við hamfarir sem hluta af námi sínu við HA og það var þar sem hún fékk hugmyndina um að skrifa lokaritgerð um Upplifun heilbrigðisstarfsfólks af umönnun fórnarlamba mannskæðra náttúruhamfara, og valdi hún snjóflóð í Súðavík sem dæmi. Verkefni nemenda hjá Háskólasetri eru þá ótalin en í samtali við starfsmenn Byggðastofnunar var áætlað að upp undir þriðjungur meistaranámsstyrkja hafi í gegnum árin farið til nemenda í sérhæfðu byggðafræðinámi hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Með allt þetta fólk sem tengist á einn eða annann hátt Háskólasetri Vestfjarða og náminu í Byggðafræði, er sannarlega hægt að segja að Háskólasetur Vestfjarða er að verða miðstöð byggðafræða á Íslandi, þó stundakennarar Háskólaseturs starfi vissulega hér og þar í háskólum og stofnunum landsins.