Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða 2023 fór fram föstudaginn 5. maí. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fóru fram bæði kosning stjórnar og kjör formanns fulltrúaráðs. Litlar mannabreytingar urðu, Dóra Hlín Gísladóttir, var endurkjörin formaður fulltrúaráðs en Stefán B. Sigurðsson, ritari, gaf ekki áframhaldandi kost á sér í stjórn og var Martha Lilja Martensdóttir kosin í hans stað.

Stefán hefur setið í stjórn Háskólaseturs frá árinu 2013 og var tilnefndur af samstarfsnefnd háskóla en á þeim tíma var hann rektor Háskólans á Akureyri. Hann sat því í stjórn Háskólaseturs Vestfjarða í áratug og á aðalfundi voru honum þökkuð vel unnin störf, sérfræðiþekking og ráðgjöf, sem hafa verið Háskólasetrinu ómetanleg.

Sem kveðjugjöf fékk Stefán fallegan tjald að gjöf, og kom upp úr kafinu að það er einmitt uppáhaldsfugl Stefáns, sem nú heldur til annarra verkefni, þ.á.m. strandveiða frá Dalvík.

Háskólasetur óskar Stefáni velfarnaðar á öðrum vettvangi og býður nýjan stjórnarmann og varamann hennar velkomnar.

Stjórn Háskólaseturs er kosin til tveggja ára en formaður fulltrúaráðs til þriggja.

 

STJÓRN HÁSKÓLASETURS VESTFJARÐA 2023

Elías Jónatansson, formaður, tilnefndur af aðilum vinnumarkaðarins

Martha Lilja Marteinsdóttir Olsen, tilnefnd af samstarfsnefnd háskóla

Þorsteinn Sigurðsson, tilnefndur af rannsóknarstofnunum

Harpa Grímsdóttir, tilnefnd af Ísafjarðarbæ

Elísabet Gunnarsdóttir, tilnefnd af aðalfundi

 

Varamenn:

Bergvin Eyþórsson

Hólmfríður Sveinsdóttir

Oddur M. Gunnarsson

Halldór Halldórsson

Kristinn Hermannsson

 

Formaður fulltrúaráðs:

Dóra Hlín Gísladóttir