Vísindaportið 17.maí: Carbon/Kolvetni – listin í vísindunum/vísindi listanna. Kynning á listamönnunum.

Carbon/Kolvetni – listin í vísindunum/vísindi listanna. Kynning á listamönnunum.

Föstudaginn 17. maí verður kynning á Carbon/Kolvetni verkefninu sem er samstarfsverkefni Háskólaseturs (Catherine Chambers) og ArtsIceland (Elísabet Gunnarsdóttir). Evrópskir listamenn fengu styrk frá Creative Moves Europe til að dvelja á Ísafirði í maí og vinna með vísindamönnum á svæðinu. Á fyrirlestrinum munu gestalistamennirnir kynna sig stuttlega og síðan mun hópurinn velta fyrir sér ferli lista/vísindasamstarfs. Catherine og Elísabet kynna verkefnið á íslensku og listamennirnir tala á ensku.

Bohdana Patsiuk - myndlistarmaður - Úkraína

Martina Sedda - ljósmyndari - Ítalía

Nikita Leroy - þverfaglegur listamaður - Frakkland

Marcin Idzkowski – ljósmyndari – Pólland

Mateja Stanislava Rot – borgarfrumkvöðull og friðararkitekt/þverfaglegur listamaður/leikjahönnuður – Slóvenía

Sashko Danylenko – teiknari/hreyfimyndagerð/kvikmyndaleikstjóri - Úkraína/Bandaríkin

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér:https://eu01web.zoom.us/j/69947471079