Námskeið: Horft til framtíðar: Sviðsmyndir fyrir strandsvæði norðurslóða

Námskeiðið sameinar fjóra lykilþætti: (1) Yfirlit yfir mismunandi aðferðafræði við gerð framtíðarsýnar. (2) Sviðsmyndavinnustofu þar sem framtíð lítils strandsamfélags á norðurslóðum er tekin fyrir. (3) Grunnverkfæri til gerðar verkefnaáætlana. (4) Þróun tillögu að verkefni fyrir strandsamfélög á norðurslóðum, hvort sem hún byggir á hugmyndum eða raunverulegum aðstæðum.

Með lausnamiðaðri kennslu samþættir námskeiðið þekkingu nemenda úr ólíkum greinum og víkkar hana enn frekar. Nemendur læra grunnaðferðir til að hugsa til framtíðar, með áherslu á aðferðir sem almennt eru notaðar í einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum.

Í vinnustofum nota nemendur þessar aðferðir við að þróa framtíðarsýn fyrir byggðir á norðurslóðum. Sviðsmyndavinnan veitir nemendum samþætta sýn á þróun samfélaga, skilning á óvissuþáttum, drifkröftum og hreyfiöflum breytinga á norðurslóðum, innsýn í það sem vantar í eigin þekkingu og reynslu af kostum og göllum sviðsmyndaaðferða sem almennt eru notaðar.

Í raunverulegum aðstæðum fylgja sviðsmyndaæfingar stefnumótun og ákvarðanatöku um raunhæfar aðgerðir. Þess vegna er síðasta vika námskeiðsins tileinkuð gerð verkefnaáætlana. Nemendur læra grunnverkfæri við verkefnaáætlunargerð, þar á meðal rökrétta hugsun, áfangaskiptingu og gerð verkefnatöflu. Þessi atriði nýtast einnig í sviðsmyndavinnunni. Með þessum grunni þróa nemendur sína eigin verkefnatillögu.

Lestu meira um námskeiðið hér.