Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Háskólaseturs Vestfjarða

1. Yfirlit og framtíðarsýn

Háskólasetur Vestfjarða (University Centre of the Westfjords – UW) er lítil háskólastofnun sem býður æðri menntun og var sett á laggirnar 2005. Við setrið starfa að meðaltali 6 starfsmenn í fullu starfi árið um kring. Meginstarfsemin snýr að tveimur meistaranámsleiðum sem samanlagt telja um 50 nemendur á ári (að meðtöldu skiptinemum), þjónustu við fjarnema á Vestfjörðum, íslensku- og máltileinkunarkennslu og móttöku gestafræðimanna og nemendahópa ýmissa samstarfsskóla og -stofnanna. Frá upphafi hefur Háskólasetur átt frumkvæði að umgengnisreglum með hliðsjón af umhverfisvernd og framfylgt eigin reglum um flokkun úrgangs og endurnýtingu skrifstofugagna. Þar að auki er vistvæn sjálfbærni eitt meginþemað í meistaranámi Háskólaseturs og námsleiðum gestaskóla.

Tilgangur umhverfisstefnu Háskólaseturs er að taka saman þessar umgengnisreglur og markmið á einn, aðgengilegan stað, innleiða fleiri þætti til að tryggja sjálfbæra starfsemi og til að koma á reglulegri og faglegri rýni og endurskoðun á starfseminni með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. Leiðarljós umhverfisstefnunnar er að draga úr áhrifum á umhverfið með því, í fyrsta lagi, að draga úr neyslu og losun þar sem hægt er og, í öðru lagi, að jafna eða minnka umhverfisáhrif með mótvægisaðgerðum. Á sama tíma er stefnt að því að uppfræða bæði nemendur og nærsamfélagið, sem á móti getur leitt til jákvæðra langtímaáhrifa á loftslagsmál og sjálfbærniþróun. Umhverfisstefna Háskólaseturs Vestfjarða tekur mið af íslenskum lögum og reglugerðum um umhverfismál og lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál.

 

2. Hlutverk og ábyrgðarsvið

Forstöðumaður Háskólaseturs hefur yfirumsjón með efnistökum, innleiðingu og eftirfylgni umhverfisstefnunnar.

Rannsóknarstjóri Háskólaseturs aðstoðar við innleiðingu og eftirfylgni umhverfisstefnunnar.

Fagstjórar meistarnámsleiða Háskólaseturs tryggja að gildi umhverfisstefnunnar fléttist inn í meistaranámið.

Þessi stefna nær til allrar starfsemi Háskólaseturs, starfsfólks og nemenda. Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða ses er sjálfstæð eining. Fulltrúar Háskólaseturs á aðalfundi sjálfseignarstofnunar um stúdentagarða munu tala fyrir samskonar stefnu varðandi sjálfbærni í rekstri húsnæðisins. Við dvöl erlendis, sem gestanemendur eða vegna rannsóknarvinnu fyrir meistaraverkefni, eru nemendur Háskólaseturs hvattir til að fylgja þessari stefnu eins og þeim er unnt.

 

3. Markmið

Meginreglan er sú að kolefnisjöfnun og svipaðar mótvægisaðgerðir eru álitin óyndisúrræði og að fyrst verði reynt að draga úr umhverfisáhrifum og innleiða verklag þar að lútandi þar sem hægt er. Eftirfarandi eru höfuðmarkmið umhverfisstefnu Háskólaseturs Vestfjarða, sem gilda fyrir starfsfólk, nemendur og alla starfsemi Háskólaseturs á sviði samganga, losunar úrgangs, orku- og vatnsnotkunar, xxxx og innkaupa, sem og siðferðislegrar uppfræðiskyldu Háskólaseturs sem menntastofnunar.

 • Skilgreina og hvetja til aðgerða innanhúss, sem draga úr umhverfisáhrifum
 • Nýta vandlega efnivið og gögn og velja umhverfisvænar og siðferðislega framleiddar vörur.
 • Draga úr notkun og bæta nýtingu rafmagns og vatns
 • Nota endurnýtanlega orkugjafa þar sem hægt er
 • Lágmarka sorpvalda og hámarka hlutfall endurnýtanlegs sorps
 • Draga úr losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda í allri starfsemi Háskólaseturs
 • Kaupa kolefnisjöfnun til að vega upp á móti meiriháttar kolefnislosun (s.s. samgöngur), hjá vottuðum fyrirtækjum
 • Auka vitund starfsfólks og nemenda um umhverfissjónarmið ásamt því að styðja við og hvetja til umhverfisvænni lausna
 • Samþætta umhverfissiðfræði og sjálfbærni (s.s. Heimsmarkmið SÞ) með námsefnisþema meistarnámsleiða
 • Hvetja starfsfólk og nemendur til að láta til sín taka í opinberri, vísindalegri og stefnumótandi umræðu um umhverfismál

 

4. Innleiðing

Tekið verður til eftirfarandi aðgerða til að innleiða framangreind atriði.

Háskólasetur mun fylgja Grænum skrefum ríkisstjórnarinnar, þar sem tiltekin eru nákvæm og mælanleg skref innan þessara sviða: samgöngur, frágangur sorps, sjálfbærar og siðferðilegar vörur og aðrir neysluþættir

 • Fagstjórar meistaranámsleiða munu aðstoða kennara við að tryggja að námskeið feli í sér umræðuefni og vinnulag sem varði umhverfissiðfræði og sjálfbærni
 • Umhverfisstefna Háskólaseturs og innleiðing hennar verður kynnt reglulega fyrir starfsfólki, kennurum og nemendum
 • Miðlun vísindarannsókna og tilmæla vísindasamfélagsins til viðeigandi hópa verður aukin
 • Staðið verður fyrir rannsóknum á framtíðarvalkostum til að hvetja starfsfólk og nemendur til að taka meiri þátt í opinberri umræðu og stefnumótun um umhverfismál

 

5. Mat og endurskoðun

Mat á árangri Háskólaseturs við að fylgja umhverfisstefnunni eftir fer fram árlega í aðdraganda aðalfundar og verður gerð skil í ársskýrslu. Fulltrúar nemenda taka þátt í endurskoðunarferlinu. Umhverfisstefnan verður endurskoðuð í heild sinni einu sinni á ári.

Ísafjörður, 27.06.2023