Stök meistaranámskeið

Hefur þú áhuga á því að taka eitt eða fleiri meistaranámskeið hjá Háskólasetri Vestfjarða? Við tökum vel á móti þér. Háskólasetur Vestfjarða er með námssamninga við aðra háskóla á íslandi og um allan heim. Ef þinn heimaskóli er ekki með gildan samstarfssamning við Háskólasetur Vestfjarða eða Háskólann á Akureyri, sóttu þá um sem gestanemandi á eigin vegum. Ef þú ert ekki nemandi, skoðaðu þá möguleikana á endurmenntun.

Öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Námskeiðin eru hluti af tveimur alþjóðlegum þverfaglegum meistaranámsleiðum, haf- og strandsvæðastjórnun, og sjávarbyggðarfræði.

Í kennsluskrá má finna upplýsingar um þau áhugaverðu námskeið sem kennd eru á hverju skólaári. Námskeiðin eru kennd í lotum og eru kennd á ensku þar sem nemendahópurinn er alþjóðlegur og kennarar koma alls staðar að úr heiminum.