Háskólasetur Vestfjarða leitar að íbúð handa nýjum fagstjóra

Háskólasetur Vestfjarða leitar að íbúð handa nýjum fagstjóra frá og með september eða þegar losnar. Fjölskyldan flytur til Ísafjarðar úr Kópavoginum og er með kornbarn. Allt skoðað, þó það væri utan Skutulsfjarðar eða tímabilið væri ekki nema fram að næsta vori.

Leigusalar eða þau sem vita af íbúð sem losnar hafi gjarnan samband við Háskólasetur Vestfjarða, Peter Weiss forstöðumann í síma 450 3045 eða weiss@uw.is