Öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur Vestfjarða eru opin fólki úr atvinnulífinu og eru hluti af tveimur alþjóðlegum þverfaglegum meistaranámsleiðum, haf- og strandsvæðastjórnun, og sjávarbyggðarfræði.

Í kennsluskrá má finna upplýsingar um þau áhugaverðu námskeið sem kennd eru á hverju skólaári. Námskeiðin eru kennd í lotum og eru kennd á ensku þar sem nemendahópurinn er alþjóðlegur og kennarar koma alls staðar að úr heiminum. 

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði fyrir stök námskeið eru almennt þau sömu og fyrir inngöngu í meistaranámið, þ.e. að umsækjendur hafa lokið grunnnámi, hvort þar sé BA, BSc, BEd eða annað sambærilegt nám.

Mikilvægt er fyrir umsækjendur að búa yfir góðri enskukunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á ensku.

Gestanemar þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og þátttöku í hverju námskeiði í viðtökuskóla.

Ekki er boðið upp á gestanám í fjarnámi.

Umsóknarferlið

Fylla þarf út þetta eyðublað.

Staðfest gögn um fyrra nám þarf að senda á applications@uw.is

Dadsetningar og frestir

Umsóknir gestanema á eigin vegum eru afgreiddar með reglulegu millibili yfir námsárið frá 1. ágúst til 30. júní en umsókn verður að berast að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en námskeið hefst sem sótt er um. Umsóknir eru lagðar fyrir meistaranámsnefnd.

Vinsamlegast athugið að sum námskeið eru með fjöldatakmarkanir.

Gjöld

Gjöld fyrir gestanema á eigin vegum eru 10.000 krónur fyrir hverja ECTS einingu. 4-ECTS námskeið myndi því kosta 40.000.