Á döfinni

25. jan Evaluating Sustainable Fisheries Opin námskeiđ - 9:00Ég kom í fyrsta sinn til Íslands í febrúar árið 2010. Sól skein í heiði á Ísafirði þegar vélin lenti. Síðar komumst við að því að það var algjör undantekning. Snjór lá yfir öllu og við vorum spennt fyrir ævintýrunum framundan. Við (Carla, Marlous og ég, þýskir og hollenskir nemar við Van Larenstein háskólann í hagnýtum vísindum í Hollandi) stunduðum öll BA nám í haf- og strandsvæðastjórnun við skólann. Við fengum einstakt tækifæri til að fara erlendis í sex mánuði til náms, en ekki nóg með það heldur fengum við að fara alla leið til Ísafjarðar sem er að finna á hinum villta Vestfjarðarkjálka, en bærinn telur aðeins 2500 íbúa! Við vorum fyrstu nemarnir af okkar tagi sem höfðum möguleika á að stunda nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða en síðan þá hafa hollenskir nemar heimsótt Vestfirði nær árlega. Það er frábært tækifæri fyrir nemendur og góð tilbreyting fyrir nemendasamfélagið í bænum.

Meira