Á döfinni


Ellefu ár eru nú liðin síðan íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða hófu fyrst göngu sína og eru þau löngu orðin rótgróinn liður í starfsemi Háskólasetursins og mannlífi Vestfjarða, einkum á síðsumrum. Þegar þetta er ritað um miðjan ágúst sitja tæplega sjötíu nemendur allsstaðar að úr heiminum yfir íslenskubókunum, sumir á sínu fyrsta íslenskunámskeiði en aðrir lengra komnir. Nærri má geta að hátt í þúsund einstaklingar hafi sótt Vestfirði heim á þessum áratug í þeim tilgangi að læra hið einstaka tungumál Íslendinga.

Meira