Á döfinni

7. nóv Styrkir Byggđastofnunar til meistaranema Styrkauglýsing - 8:00Háskólasetur Vestfjarða minnir oft og tíðum á lestarstöð í erlendri borg þar sem fólk af allskyns þjóðernum kemur saman í hinum ýmsu erindagjörðum. Meistaranemendur Háskólaseturs koma víðsvegar að úr heiminum auk þess sem kennarar og starfsfólk setursins er af ýmsum uppruna. Alþjóðlegir vettvangsskólar eru einnig að sækja til Vestfjarða í auknum mæli í samvinnu við Háskólasetrið.

Á útmánuðum bættist enn í flóruna en þá kom til setursins Dr. Brack Hale, bandarískur prófessor í umhverfisfræði við Franklin háskólann í Sviss, en Brack er í rannsóknarleyfi við Háskólasetrið þessa önnina þar sem hann skoðar m.a. samhengi vettvangsskóla og ágangs á vinsæla ferðamannastaði á Vestfjörðum. Hann er þó ekki ókunnur Vestfjörðum því hann hefur komið vestur með hóp nemenda í vettvangsskóla frá Franklin í nokkur ár og er væntanlegur aftur síðar á árinu. Hann kann svo vel við sig á Íslandi að hann hefur lagt það á sig að læra íslensku og hefur náð náð mjög góðum tökum á henni.

Meira