Á döfinni

25. jan Pollution in the Coastal Arctic Opin námskeiđ - 9:00


25. jan Evaluating Sustainable Fisheries Opin námskeiđ - 9:00Undanfarin tvö ár hefur Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, verið hluti af kennaraliði Háskólaseturs Vestfjarða í meistaranáminu í haf- og strandsvæða-stjórnun. Hún kennir námskeið í hamfarastjórnun og dvelur jafnan á Ísafirði í þrjár vikur í senn í tengslum við námskeiðin. Í febrúarbyrjun á þessu ári, þegar Herdís var einmitt stödd á Ísafirði við kennslu dróg til tíðinda. Umtalsverðir vatnavextir ollu miklum skemmdum í bænum og skapaðist ástand sem kallaði á viðbrögð almannavarna. Herdís féllst á að deila frásögn sinni af því hvernig hún upplifði atburðarrás þessara daga á Ísafirði og hvernig hún fléttaði hana inn í kennsluna.

Meira