Á döfinni

25. jan Evaluating Sustainable Fisheries Opin námskeiđ - 9:00Kirsten McCaffrey er 22 ára Kanadamær sem flutti til Ísafjarðar fyrir sléttum þremur mánuðum til að hefja nám á fyrsta ári í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Nú þegar hefur hún tekið að sér formennsku í nemendafélaginu Ægi, námið sækist vel og svo virðist sem hún sé að ná góðri fótfestu í íslensku samfélagi þrátt fyrir skamma dvöl. 

Við báðum Kirsten að setja á blað hugleiðingar um komuna til Ísafjarðar, hvernig á því stóð að hún valdi Ísafjörð sem vettvang fyrir meistaranámið sitt og ráðleggingar til þeirra sem hugsanlega vilja feta í fótspor hennar. Heimahagarnir í Nova Scotia eru víðsfjarri en hún er augljóslega sátt við ákvörðun sína og nýtur lífsins hér á norðurslóðum.

Meira