Vísindaport: Of mikið vatn - Átök og aðlögun vegna loftslagsbreytinga í Danmörku.

Föstudaginn 17. mars mun Nina Baron flytja erindið „Of mikið vatn - Átök og aðlögun vegna loftslagsbreytinga í Danmörku. “ í Vísindaporti.

Í Danmörku eru flóð helsta áskorunin í tengslum við loftslagsbreytingar – bæði vegna meiri rigningar og hækkun sjávarmáls. Danmörk er umlukin 8000 km. strandlengju og landslagið er almennt mjög flatt og því eru mörg svæði staðsett nálægt eða undir sjávarmáli. 

Í þessu erindi verður fjallað um það hvernig danir takast á við þennan vanda, sem einstaklingar, fasteignaeigendur og sem samfélag. Það er ekki auðvelt að bregðast við þeirri óvissu sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér, gera þarf samninga varðandi loftslagsmál, meta þarf áhættuna og skoða hvernig draga megi úr henni á sem áhrifamestan átt. Ætti Kaupmannahöfn að vera umkringd stórum gervieyjum til að halda vatninu frá? Verður hið opinbera að greiða fyrir varnir á einangruðum eyjum þar sem einungis eru 10 íbúar? Á að leyfa fólki að byggja hús á landi undir sjávarmáli? Verður neyðarstjórnun eingöngu að einbeita sér að eldi eða líka að flóðum? Það er ekki hægt að svara þessum spurningum í einu erindi, en hægt er að gefa innsýn í stöðu mála í Danmörku og í gegnum þeirra reynslu séð hvers vegna þessar samningar í loftslagsmálum eru jafn flóknir og þeir eru.

Nina Baron er félagsfræðingur og sérhæfir sig í áhættuskynjun og ákvarðanatöku í tengslum við loftslagsbreytingar og aftakaveður. Hún leggur áherslu á að skoða hindranir og möguleika í samstarfi á milli opinberra og einkaaðila, með sérstaka áherslu á svæði utan borga. Um þessar mundir kennir Nina Neyðar- og áhættustjórnunarnám við Háskólann í Kaupmannahöfn og hún stundar einnig rannsóknir sem takast á við þau vandamál sem tengjast loftslagsaðlögun, hamförum, áhættusamskipti og stjórnun í neyðartilvikum.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/xD3pAMZh 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni