Vísindaport: Hvað er listmeðferð?

Vísindaport - Hvað er listmeðferð?

Föstudaginn 25. nóvember verður Sandra Borg Bjarnadóttir með erindið „Hvað er listmeðferð?“ í Vísindaporti.

Sandra Borg ætlar að bjóða upp á afslappaða vinnustofu um listmeðferð. Farið verður yfir hvað listmeðferð er og hvernig meðferðin virkar. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast aðferðum listmeðferðar í gegnum skapandi vinnu og þannig öðlast betri skilning á meðferðinni.

Sandra Borg Bjarnadóttir starfar í geðheilbrigðisteymi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sandra lauk meistaragráðu í listmeðferð frá Háskólanum í Derby í Bretlandi árið 2022 og hefur bætt við sig námi í skynhreyfi-listmeðferð (e. sensory-motor art therapy, en þar er lögð áhersla á að tengja við og vinna með líkamsvitundina.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/2hOrPlack 

Viðburðurinn verður ekki í streymi

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu(at)uw.is 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni