Vísindaport - Markaðsrannsóknir fyrir nýjar vörur og þjónustu/ Product/Market Fit.

Föstudaginn 27. Janúar mun Högni Friðriksson flytja erindið „Product/Market Fit.  Markaðsrannsóknir fyrir nýjar vörur og þjónustu “ í Vísindaporti.

Product/Market fit er hugtak sem er mikið notað í sprotafyrirtækjum í Bandaríkjunum og að gera markaðsrannsóknir til að finna product/market fit er skilyrði fyrir styrkveitingum úr National Science Foundation sem fjármagnar mörg nýsköpunarverkefni úr háskólum í BNA.  Högni mun kynna þessa aðferðafræði og sýna dæmi um hvernig slíkar rannsóknir fara fram. 

Högni útskrifaðist me B.Sc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1996 og MBA í Markaðsfræði og Stjórnun í Heilbrigðisgeiranum 2003 frá Duke University.  Hann hefur starfað við markaðssetningu og vörustjórnun bæði fyrir fyrirtæki og sem sjálfstæður ráðgjafi í Bandaríkjunum síðustu 20 ár en flutti til Ísafjarðar í júlí 2022 og starfar nú sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða og kennir jóga í Silfurtorgi Jógastúdió.  

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku og ensku en glærur verða á ensku.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/4rUThAEkh 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

 Högni Friðriksson
Högni Friðriksson