Námskeiðið "Eðlisræn ferli strandarinnar" hefst
- --
- 28. nóvember 2022
- 08:00 til 23:59
- Opin námskeið
Hvaða áhrif hefur Maðurinn á haf- og strandumhverfi Jarðar? Hverjir eru eðlilegir ferlar náttúrunnar og hvaða áhrif hefur stefnumörkun og stjórnun á þá? Hvernig getum við sagt fyrir um áhrifin sem hækkun sjávarborðs mun hafa og áhrif þess á nýtingu auðlinda?
Námskeiðið „Physical Processes of Coastal Environments“ eða „Eðlisræn ferli strandarinnar“ verður kennt í Háskólasetrinu dagana 28. nóvember til 9. desember. Kennari er Dr. David Didier frá háskólanum í Quebec, Kanada.
Námskeiðið er eitt af kjarnanámskeiðum meistaranámsins Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið.
Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.
Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.
Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu.
Kjarnanámskeið | 4 ECTS | Námskeið: CMM 02
Kennari: David Didier