Kveðjuhóf í Safnahúsi
- --
- 3. febrúar 2023
- 16:00 til 17:00
Staðarhaldari á Hrafnseyri, Valdimar J. Halldórsson, hefur nú hætt störfum eftir tæplega 18 ára starf. Hrafnseyrarnefndin fyrrverandi, Prófessorsembættið í nafni Jóns Sigurðssonar og Byggðasafn Vestfjarða efna nú til kveðjuhófs til heiðurs Valdimar. Háskólasetrið hefur boðist til þess að halda utan um samkomuna.
Allir samfylgdarmenn Valdimars og allir áhugamenn um Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, eru hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar.