Endurheimt ármynnis Colorado-fljóts
- Háskólasetur Vestfjarða
- 29. apríl 2020
- 17:00 til 18:00
- Meistaraprófsvörn
Miðvikudaginn 29. apríl, kl. 17:00 mun Dakota Bellow verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.
Ritgerðin ber titilinn „Reference conditions for restoring an estuary at the mouth of the Colorado River: Tijuana Estuary and the shelly record at Isla Montague.“ Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast í úrdrætti á ensku.
Leiðbeinendur eru dr. Karl Flessa, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Arizona í Bandaríkjunum og dr. Gregory Dietl, forstöðumaður safnkosts við steingervingarannsóknarstofnunina Paleontological Research Institution við Cornell Háskóla í Bandaríkjunum. Prófdómari er dr. Jill Welter, fagstjóri meistaranámsins Climate Change and Global Sustainability sem School for International Training rekur m.a. í Háskólasetri Vestfjarða.