Vísindaport: Aquaponic as a food security tool in the Saloum Delta

Föstudaginn 3. mars mun Pierre-Olivier Fontaine flytja erindið „Aquaponic as a food security tool in the Saloum Delta“ í Vísindaporti.

Aquaponic er hugtak sem nær yfir hringrásarferli þar sem sem ræktun fiska og gróðurs styður hvort annað og er einnig nýtt til að auka fæðuöryggi á Saloum Deltasvæðinu í Senegal, í Afríku.

Saloum Delta er vatnasvæði í Senegal sem hefur verið á heimsminjaskrá síðan 2011. Þar hefur skógareyðing, hækkun sjávarborðs og athafnir manna leitt til söltunar jarðvegs, sem eykur enn frekar fæðuóöryggi á svæðinu sem þegar glímir við mikla einangrun og fátækt.

Nú hefur kanadískum tækniháskóla hlotist styrkur frá þarlendum aðilum til að fjármagna hönnun og uppsetningu hringrásakerfis og rækturnaraðstöðu sem leitast við að rækta grænmeti með aðstoð afrísks steinbíts í algerlega sjálfstæðri stöð sem notar umhverfisvæna orkugjafa eins og lífmetan og sólarorku. Áætlanir gera ráð fyrir því að þessi tilraunastöð verði fyrirmynd fjölda annarra ræktunarstöðva sem hægt er að setja upp í þorpum á svæðinu. Stöðvar af þessu tagi eru ekki bara hannaðar til að auka fæðuframboð á fiski og grænmeti heldur er þetta tækifærir fyrir atvinnulausar konur á svæðinu því þær geta sótt nám sem gefur þeim réttindi sem vatnatæknir eða rekstraraðila sem gefur þeim svo tækifæri á að leiða sambærileg verkefni. Þetta verkefni stiður því ekki bara við aukið fæðuöryggi heldur er einnig atvinnuskapandi á svæði þar sem atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái.

Pierre-Olivier Fontaine er rannsókna-kennari við Quebec National School of Aquaculture and Fisheries (ÉPAQ). Hann lærði líffræði við háskólann í Laval í Quebec og lauk meistaragráðu í Haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Frá árinu 2016 hefur hann starfað sem kennari í fiskeldi og sjávarútvegi og hans helstu rannsóknir fjalla um vatnafræði, lindýra- og þangsamrækt og alþjóðlegt samstarf.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/Q8F4ohJz 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Vísindaport fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum fellur Vísindaport niður þennan föstudaginn. 

Á döfinni

Vísindaport: Of mikið vatn - Átök og aðlögun vegna loftslagsbreytinga í Danmörku.

Föstudaginn 17. mars mun Nina Baron flytja erindið „Of mikið vatn - Átök og aðlögun vegna loftslagsbreytinga í Danmörku. “ í Vísindaporti.

Í Danmörku eru flóð helsta áskorunin í tengslum við loftslagsbreytingar – bæði vegna meiri rigningar og hækkun sjávarmáls. Danmörk er umlukin 8000 km. strandlengju og landslagið er almennt mjög flatt og því eru mörg svæði staðsett nálægt eða undir sjávarmáli. 

Í þessu erindi verður fjallað um það hvernig danir takast á við þennan vanda, sem einstaklingar, fasteignaeigendur og sem samfélag. Það er ekki auðvelt að bregðast við þeirri óvissu sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér, gera þarf samninga varðandi loftslagsmál, meta þarf áhættuna og skoða hvernig draga megi úr henni á sem áhrifamestan átt. Ætti Kaupmannahöfn að vera umkringd stórum gervieyjum til að halda vatninu frá? Verður hið opinbera að greiða fyrir varnir á einangruðum eyjum þar sem einungis eru 10 íbúar? Á að leyfa fólki að byggja hús á landi undir sjávarmáli? Verður neyðarstjórnun eingöngu að einbeita sér að eldi eða líka að flóðum? Það er ekki hægt að svara þessum spurningum í einu erindi, en hægt er að gefa innsýn í stöðu mála í Danmörku og í gegnum þeirra reynslu séð hvers vegna þessar samningar í loftslagsmálum eru jafn flóknir og þeir eru.

Nina Baron er félagsfræðingur og sérhæfir sig í áhættuskynjun og ákvarðanatöku í tengslum við loftslagsbreytingar og aftakaveður. Hún leggur áherslu á að skoða hindranir og möguleika í samstarfi á milli opinberra og einkaaðila, með sérstaka áherslu á svæði utan borga. Um þessar mundir kennir Nina Neyðar- og áhættustjórnunarnám við Háskólann í Kaupmannahöfn og hún stundar einnig rannsóknir sem takast á við þau vandamál sem tengjast loftslagsaðlögun, hamförum, áhættusamskipti og stjórnun í neyðartilvikum.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/xD3pAMZh 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Vísindaport - Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði

Föstudaginn 24. mars mun Hildur Dagbjört Arnardóttir flytja erindið „Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði“ í Vísindaporti.

Gróandi er að byrja sitt áttunda ræktunartímabil þessa dagana og ætlar Hildur að kynna og svara spurningum um starfsemina sem fer fram þar. 

Starfsemi Gróanda er í stöðugri þróun til þess að allir íbúar á svæðinu sem vilja geti fengið aðgengi að hollum mat, ræktuðum með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Í gegnum árin hefur skapast mikil reynsla og fjölmargar sjálfbærar ræktunaraðferðir prófaðar og aðlagaðar að okkar aðstæðum hér á Vestfjörðum. Undanfarið hefur Gróandi einnig einbeitt sér að fræðslu og námskeiðshaldi til að áhugasamir geti komið hingað og lært af okkar reynslu. Síðasta ár fór í hönd innleiðing á nýju rekstrarmódeli sem gerir okkur kleift að bjóða öllum að taka þátt í starfi Gróanda - á þann hátt sem hentar hverjum og einum.

Hildur Dagbjört er landslagsarkitekt og vistræktarkennari. Hún flutti til Ísafjarðar fyrir 8 árum og hefur síðan þá starfað bæði sem landslagsarkitekt í Verkís og sem grænmetisbóndi í Gróanda. Hún heldur einnig námskeið og fyrirlestra um vistrækt, sjálfbærni og ræktun.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook:  https://fb.me/e/JoTjb9C6 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Uppfærsla: Vinsamlegast athugið að ekki verður hægt að streyma viðburðinn vegna óviðráðanlegra ástæðna. Þökkum skilninginn.

 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Ljósmyndari Haukur Sigurðsson
Ljósmyndari Haukur Sigurðsson

Vísindaport - Fornleifauppgröftur í miðbæ Ísafjarðar

Föstudaginn 31. mars mun Haukur Sigurðsson flytja erindið „Fornleifauppgröftur í miðbæ Ísafjarðar“ í Vísindaporti.

Húsið hennar Dísu á bökkunum, Albertshús, hefur verið fastur punktur í götumynd Ísfirðinga í tæp 130 ár. Árið 2016 tóku Vaida og Haukur, sem er barnabarnabarnabarn Dísu, við húsinu og fóru að huga að endurbótum. Það reyndist þó vandasamt verk, því fjársjóðurinn sem leyndist þar innandyra reyndist umfangsmeiri en gengur og gerist, og þá varð að fara varlega.

Í Vísindaporti mun Haukur segja stuttlega frá sögu hússins og gersemunum sem fundust inni í veggjum. Þá mun hann segja frá því hvernig tveir einstaklingar með tuttugu þumalputta endurbyggðu hús sem verkfræðingar og smiðir höfðu dæmt ónýtt og óviðgerðarhæft.

Í upphafi erindisins mun Kiddý amma, Kristjana Sigurðardóttir, halda stuttan inngang um sögu hússins.

Haukur Sigurðsson er ísfirskur Bolvíkingur með MA gráðu í sjónrænni mannfræði frá Háskólanum í Tromsö. Hann starfar sjálfstætt við myndatökur ýmis konar og markaðsmál með höfuðstöðvar í gömlu Skóbúð Leós. Giftur Vaidu Braziunaite og saman eiga þau þá Kára og Bjart.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/3uspWU5R2 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni