Vísindaport - Arkitektúr, aktívismi og sjónræn haffræði / Architecture as visual oceanography

Föstudaginn 13. janúar mun Sigrún Perla Gísladóttir flytja erindið Arkitektúr, aktívismi og sjónræn haffræðií Vísindaporti.

Sigrún Perla Gísladóttir sýnir og segir frá lokaverkefni sínu og Ditte Horsbøl Sørensen frá sjálfbærnideild Arkitektúrskólans í Árósum. Verkefnið “Inhabiting the Roof Archipelago” er hamfaraútópía teiknuð inn í heim þar sem sjávarborð hefur risið, húsin orðin að eyjum og þök þeirra eina landið sem er eftir, plastið í sjónum jafnframt lifibrauð íbúa og byggingarefni borgarinnar. Þá mun Perla stikla á stóru um skapandi feril sem fléttar saman haffræði, arkitektúr, gjörningalist, siglingum og aktívisma. 

Sigrún Perla Gísladóttir (hún/hán) vinnur þvert á listir og vísindi með hafið við sjónarrönd alltaf. Milli grunn- og framhaldsnáms í sjálfbærniarkitektúr lauk hún viðbótardiplómu í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á haffræði og vistfræði sjávar. Líkamlegar upplifanir eiga kjarnann í vinnu Perlu sem syndir í sjó og siglir, en hún er við það að verða skipstjóri.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/5GmZircs8 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu(hjá)uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Vísindaport - Ekki gleyma þeim þótt þau gleymi þér

Föstudaginn 20. janúar mun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir flytja erindið „Ekki gleyma þeim þótt þau gleymi þér“ í Vísindaporti.
 
Heilabilun er því miður næsti heilbrigðisfaraldur heimsins og því þarf allt samfélagið að vera reiðubúið að taka tillit til, umgangast og hlúa að þessum hópi. Mörgum þykir heilabilun óþægilegt umræðuefni, forðast það og vita því ekki hvernig best er að bregðast við þegar sjúkdómurinn kemur upp í sínum nánasta hring.
 
Ingibjörg Rósa er Heilavinur sem segist hafa skipt um skoðun á gildi þess að lifa með heilabilun, eftir að hafa starfað í dagþjálfun fyrir heilabilaða. Hún á einnig móður með heilabilun, hefur ritað greinar til að vekja athygli á hvernig umönnun heilabilaðra er háttað og brennur fyrir málefninu. Hún vill auka umræðu um aðbúnað og umönnun heilabilaðra og hjálpa fólki að losna við feimni gagnvart heilabiluðum.
 
Í Vísindaporti mun Ingibjörg deila sinni reynslu og fræða fólk um Heilavini og Alzheimersamtökin.
 
Ingibjörg Rósa er menntuð í blaða- og fréttamennsku og hefur starfað á Morgunblaðinu og fréttastofu RÚV og skrifað fyrir ýmsa miðla, bæði erlenda og íslenska, sem sjálfstætt starfandi blaðamaður meðan hún var búsett í Bretlandi. Þá starfaði Ingibjörg á hjúkrunarheimili fyrir aldraða á námsárunum og tók þátt í umönnun bæði systur sinnar og föður, sem bæði létust úr heilasjúkdómum. Árið 2021 flutti Ingibjörg heim til móður sinnar og fékk hlutastarf í Maríuhúsi, einni af dagþjálfunum sem Alzheimersamtökin reka, þar sem móðir hennar var jafnframt skjólstæðingur. Nýlega tók hún tímabundið við hálfu starfi sem Markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða, þar sem móðir hennar er flutt á hjúkrunarheimili í Reykjavík.
 
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.
 
Viðburðurinn á Facebook: https://fb.me/e/2eAQOMQTn 
 
Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is
 
Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Vísindaport - Markaðsrannsóknir fyrir nýjar vörur og þjónustu/ Product/Market Fit.

Föstudaginn 27. Janúar mun Högni Friðriksson flytja erindið „Product/Market Fit.  Markaðsrannsóknir fyrir nýjar vörur og þjónustu “ í Vísindaporti.

Product/Market fit er hugtak sem er mikið notað í sprotafyrirtækjum í Bandaríkjunum og að gera markaðsrannsóknir til að finna product/market fit er skilyrði fyrir styrkveitingum úr National Science Foundation sem fjármagnar mörg nýsköpunarverkefni úr háskólum í BNA.  Högni mun kynna þessa aðferðafræði og sýna dæmi um hvernig slíkar rannsóknir fara fram. 

Högni útskrifaðist me B.Sc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1996 og MBA í Markaðsfræði og Stjórnun í Heilbrigðisgeiranum 2003 frá Duke University.  Hann hefur starfað við markaðssetningu og vörustjórnun bæði fyrir fyrirtæki og sem sjálfstæður ráðgjafi í Bandaríkjunum síðustu 20 ár en flutti til Ísafjarðar í júlí 2022 og starfar nú sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða og kennir jóga í Silfurtorgi Jógastúdió.  

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku og ensku en glærur verða á ensku.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/4rUThAEkh 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

 Högni Friðriksson
Högni Friðriksson