Vísindaport - Skógrækt á hundavaði.

Föstudaginn 4. nóvember flytur Sigríður Júlía „Skógrækt á hundavaði“ í Vísindaporti.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um breytingar sem orðið hafa á skógum allt frá landnámi til dagsins í dag, upphaf skipulagðrar skógræktar á Íslandi, stofnanaumhverfi skógræktar og spáð í spilin varðandi framtíðina.

 

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur um árabil unnið að umhverfismálum og skógrækt, t.a.m. sem verkefnastjóri hjá Vesturlandsskógum, síðan sem héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á vesturlandi og Vestfjörðum og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, en frá árinu 2016 sem sviðstjóri hjá Skógræktinni. Þar hefur hún m.a. stýrt ráðgjafarþjónustu stofnunarinnar og skógrækt á lögbýlum í samstarfi við skógarbændur. 

Sigríður Júlía hefur setið í framkvæmdaráði Skógræktarinnar frá stofnun hennar árið 2016. Einnig hefur hún kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands, bæði í bændadeild og á háskólastigi. Í gegnum tíðina hefur Sigríður haldið fjölda erinda á fundum, málþingum og ráðstefnum auk þess hefur hún haldið námskeið á sviði umhverfismála og skógræktar og skrifað greinar í fagtímarit, bæði innlend og erlend. 

Sigríður Júlía er með mastersgráðu í í skógfræði við norska lífvísindaháskólann að Ási í Noregi (Universitetet for miljø og biovitenskap) og BS gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/2YtVvjjKq 

Streymi: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Vísindaport: Hvað gerir Mexíkó svo frábrugðið Íslandi?

Föstudaginn 11. nóvember flytur Judith Þorbergsson Tobin erindi sitt Hvað er það sem gerir Mexíkó svo frábrugðið Íslandi? í Vísindaporti.

"Hvað er það sem gerir Mexíkó svo öðruvísi en Ísland? Eru það pálmatrén, hitinn, fólksfjöldinn, hávaðinn, litríkið og aðrir sýnilegir hlutir? En hvað býr undir þessum sýnilegu hlutum? Eftir að hafa búið á Íslandi í þrjá áratugi og síðan í Mexíkó í sjö ár, flutti ég aftur til Íslands og varð fyrir menningaráfalli sem kom mér svo innilega á óvart. Ég mun segja frá mínum hugmyndum og minni upplifun í gegnum sögur og myndir."

Judith Þorbergsson Tobin, kölluð Judy, er fædd í London, ólst upp í fallegri breskri sveit og flutti svo til Reykjavíkur árið 1989 með þáverandi íslenskum manni sínum sem hún kynntist í Guildhall School of Music þegar þau voru bæði í námi þar. Hún á þrjú uppkomin börn sem ólust upp á Íslandi.

Judy er m.a. píanóleikari, kórstjóri, faggotleikari, organisti og kennari. Hún vann í Tónskóla Sigursveins til margra ára, ásamt því að prófdæma fyrir íslensku prófdómaranefndina. Auk þess spilaði hún m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni, Caput, Bachsveitinni í Skálholti, ReykjavíkBarokk og með óteljandi kórum og í kirkjum sem organisti.

Árið 2015 flutti hún til Mexíkó með núverandi manni sínum. Þar var hún prófessor við tónlistarháskólanum "Academia de Arte de Florencia" og kenndi einkatíma og sinnti ýmiskonar spilamennsku. Judy flutti til Ísafjarðar í ágúst á þessu ári og kennir píanó við Tónlistarskóla Ísafjarðar en starfar einnis sem undirleikari hjá Karlakórnum Erni og Kvennakór Ísafjarðar. 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

Viðburður á Facebook

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

Öll hjartanlega velkomin.

 

Á döfinni

Judith Þorbergsson Tobin
Judith Þorbergsson Tobin

Vísindaport: Dagur á Grænlandi

Vísindaport - Dagur á Grænlandi.

Föstudaginn 18. nóvember verður Hólmfríður Vala Svavarsdóttir með erindið „Dagur á Grænlandi“ í Vísindaporti.

Hólmfríður Vala mun segja frá stórbrotnu ferðalagi sem hún fór síðastliðið sumar á Grænlandsjökul. Ferð af þessum toga þarfnast mikils undirbúnings og skipulags og í erindinu fer Vala yfir það hvernig hver dagur var skipulagður, hvernig hann leið og hvaða verkefni þarf að leysa af hendi. Einnig fjallar hún um nauðsynlegan útbúnað, hvað hún borðaði og fl.

Vala mun glæða frásögnina lífi með myndum og myndböndum.

 

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir er fædd og uppalin á Ólafsfirði. Hún er kennari að mennt en hefur starfað við rekstur Hótels Ísafjarðar síðustu ár og einnig við skíðakennslu.

Skíðaíþróttin skipar stóran sess í hennar lífi, hún hefur þjálfað skíðagöngu lengi, bæði fyrir börn og fullorðna og undanfarin ár hefur hún staðið fyrir vel sóttum skíðahelgum í samstarfi við Hótel Ísafjörð þar sem áhersla er á bæði tækniæfingar og skemmtilega leiki.

Hólmfríður Vala er mikil útivistarmanneskja og hefur tekið þátt í mörgum keppnum og viðburðum tengdum útivist og íþróttum.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/2fErJaDOn 

Streymi: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Hólmfríður Vala
Hólmfríður Vala

Vísindaport: Hvað er listmeðferð?

Vísindaport - Hvað er listmeðferð?

Föstudaginn 25. nóvember verður Sandra Borg Bjarnadóttir með erindið „Hvað er listmeðferð?“ í Vísindaporti.

Sandra Borg ætlar að bjóða upp á afslappaða vinnustofu um listmeðferð. Farið verður yfir hvað listmeðferð er og hvernig meðferðin virkar. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast aðferðum listmeðferðar í gegnum skapandi vinnu og þannig öðlast betri skilning á meðferðinni.

Sandra Borg Bjarnadóttir starfar í geðheilbrigðisteymi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sandra lauk meistaragráðu í listmeðferð frá Háskólanum í Derby í Bretlandi árið 2022 og hefur bætt við sig námi í skynhreyfi-listmeðferð (e. sensory-motor art therapy, en þar er lögð áhersla á að tengja við og vinna með líkamsvitundina.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/2hOrPlack 

Viðburðurinn verður ekki í streymi

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu(at)uw.is 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni