Haustganga Ferðafélagsins

Gönguferð í tengslum við átakið Íslenskuvænt samfélag - Við erum öll Almannavarnir.

Í samstarfi við Ferðafélag Ísfirðinga verður farið í göngu í Önundarfirði og verður passað upp á það að íslenskan fái veglegt hlutverk þar, með það í huga að þau sem eru að læra hana geti fylgst með.

Gönguferðinni var frestað í síðustu viku vegna slæmrar veðurspár en nú á sunnudag, 2. október, viðrar vel til göngu.

Dagskrá: 

Brottför frá Nettó kl. 10:00 og Bónus kl. 10:10, þau sem vantar bílfar skrá sig gegnum: reception@uw.is
Gengið að Kálfseyri og um Flateyri, upplestur, söngur og endað í súpu á Selabóli (heimahús).
Lengd u.þ.b. 4 klukkutímar.

Á döfinni

Önundarfjörður
Önundarfjörður

Sýning: Skipstjórnarnám á Vestfjörðum í 170 ár

Þann 5. október næstkomandi verður opnuð sýning í Byggðasafni Vestfjarða. Tilefnið er hin langa og merka saga skipstjórnarnáms á Vestfjörðum en í ár eru liðin 170 ár síðan skipstjórnarkennsla var fyrst kennd á Ísafirði. Á Ísafirði bjóða þrjár fræðslustofnanir upp á nám tengt hafinu, sjómennsku og skipstjórn en það eru Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Menntaskólinn á Ísafirði og Háskólasetur Vestfjarða. Sýningin opnar klukkan 18:00.

Á döfinni