Námskeiðið Stjórnskipulag á norðurslóðum hefst

Hér verður fjallað um sögu stjórnskipunar norðurslóða, bæði þjóða á norðurslóðum sem og þeirra alþjóðlegu samstarfsverkefna sem hafa verið settir á laggirnar til stuðla að samhæfingu þessar þjóða. Ath. að þátttaka í ráðstefnunni Arctic Circle er liður í námskeiðinu. Skráning, gisting og ferðir til og frá Reykjavík eru á ábyrgð og kostnað nemenda. 


Valnámskeið | 4 ECTS | Námskeið: CMM 47

Kennari: Rachael Lorna Johnstone

Dagsetningar: 10.-21. október

Kennt á ensku

Kennsluskrá

Á döfinni

Rachael Lorna Johnstone
Rachael Lorna Johnstone

Námskeiðið Umhverfissaga hefst

Í námskeiðinu er sjónum beint að gagnkvæmum áhrifum milli manns og lífríkis. Sérstök áhersla er lögð á menningu sem megin uppsprettu skilnings og skynjunar á náttúrunni. Hvernig hefur umhverfið mótað framgang mannkynssögunnar, og hvernig hafa mannlegar gjörðir og viðhorf mótað umhverfið?

Valnámskeið | 4 ECTS | Námskeið: CMM 13

Kennari: Dr. Laura Alice Watt

Dagsetningar: 10.-21. október

Kennt á ensku

Kennsluskrá

Á döfinni

Laura Alice Watt
Laura Alice Watt

Námskeiðið Jafnrétti og fjölbreytni hefst

Námskeiðið fjallar um félagslegan fjölbreytileika í sjávarbyggðum og öðrum dreifðum og afskekktum byggðum. Áhersla er lögð á breytt samskipti kynjanna og vaxandi hreyfanleika á alþjóðlega vísu, en einnig er fjallað um öldrunarfordóma og millistéttavæðing (e. gentrification). Nemendur læra um jaðarsetta hópa sem og ólíkar hliðar útilokunar og félagslegrar mismununar í tengslum við valdeflingu, búsetu- og byggðaþróun.

Valnámskeið | 4 ECTS | Námskeið: CRD 17

Kennari:  Milica Minić

Dagsetningar: 10.-21. október

Kennt á ensku

Kennsluskrá

Á döfinni

 Milica Minić
Milica Minić