Umhverfis- og menningarsaga Árneshrepps 

Í Vísindaporti vikunnar beinum við sjónum að Árneshreppi á Ströndum og er gestur okkar Laura Watt, prófessor emerita í umhverfissögu.

Vatnsaflsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa í Árneshreppi á Ströndum, Hvalárvirkjun, hefur undanfarin ár verið áberandi í umræðunni og hafa miklar deilur sprottið upp á milli þeirra sem vilja frekari uppbyggingu og þeirra sem vilja vernda svæðið. Rannsóknarverkefni Lauru gengur út á að skrásetja umhverfis- og menningarsögu svæðisins, sem virðist ótrufluð og lítt röskuð, en gekk í gegnum stutt tímabil iðnvæðingar, þegar byggðin tók þátt í „síldarævintýrinu“ í  upphafi 20. aldar. Laura meinar að mikilvægt sé að skilja að óbyggð víðerni, friðlýst svæði, eru landslag vísvitandi sköpuð af mönnum og eiga sér oft flókna sögu, sem getur verið lykilatriði til að skýra þær deilur sem eiga sér stað í dag.

Erindinu verður streymt á netinu og hefst útsending kl. 12:10. 

Laura Alice Watt er prófessor emerita í umhverfissögu og stefnumótun frá Sonoma State- University í Norður-Kaliforníu. Áður en Laura fór á eftirlaun kenndi hún fjölda námskeiða við landafræði-, umhverfis- og skipulagsdeildir háskólans. Til Ísafjarðar kom Laura á síðasta ári sem Fulbright-NSF Arctic Scholar styrkþegi til að stunda rannsóknir en hún hefur nú ákveðið að framlengja dvöl sína. Í frítíma sínum stundar Laura ljósmyndun og siglingar.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir. Erindið fer að þessu sinni fram á ensku.  

Á döfinni

Djúpavíkþ
Djúpavíkþ

Skrýtnar íþróttir í Norðrinu: krikket á Íslandi

Gestur vikunnar í Vísindaportinu er David Cook, stundakennari við Háskólasetur Vestfjarða. Verður erindi hans á léttari nótunum og eru allir sem áhuga hafa á íþróttum, og þá sér í lagi krikket, hvattir til að að mæta. 

Í erindi sínu mun David skoða vöxt krikkets á Íslandi undanfarna áratugi. Sumir sagnfræðingar hafa haldið fram að krikket eigi uppruna sinn í hinum forna íslenska “knattleikr”. Flestir telja þó að íþróttin hafi í raun þróast almennilega hér á landi á 21. öldinni. Í erindinu verður farið yfir þróun þessa furðulega samspils kylfu og bolta, frá leikjum spiluðum á toppi jökla til opnunar norðlægasta krikketvallar heims af forsætisráðherra í Reykjavík árið 2019. Í dag stunda um 100 manns krikket í Reykjavík og mun David fjalla um eigið hlutverk í Krikketsambandi Íslands, sem er ætlað að samhæfa íþróttina á Íslandi auk þeirra fjögurra krikketfélaga sem hafa verið stofnuð. 

Erindinu verður streymt á netinu og hefst útsending kl. 12:10. 

David er nýdoktor og starfar við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum leggur hann áherslu á sjálfbærni og velferðarhagkerfið. Hann stundar einnig kennslu í umhverfishagfræði við HÍ og er sem áður sagði stundakennari við Háskólasetur Vestfjarða. Í frítíma sínum nýtur David þess að spila krikket og tennis, og að fara í gönguferðir.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10 og eru allir velkomnir. Erindið fer að þessu sinni fram á ensku.  

Á döfinni

David Cook að spila krikket.
David Cook að spila krikket.

Samfélagsfornleifafræði á Íslandi

Gestur í Vísindaporti vikunnar er Alexandra (Alex) Tyas, fyrrverandi nemandi við Háskólasetur Vestfjarða og nú doktorsnemi við Háskóla Íslands. Í erindi sínu mun Alex segja frá doktorsrannsókn sinni sem er á sviði samfélagsfornleifafræði (e. community archaeology).

Rannsóknir á sviði stranda- og neðansjávarminja á Íslandi hafa leitt í ljós ýmsa veikleika, svo sem varðandi stjórnun fornleifasvæða og að skortur sé bæði á fjármögnun sem og á sérfræðingum innan sviðsins. Þá er fjöldi neðansjávarsvæða sem bíða mælinga til að hægt sé að meta stöðu þeirra með tilliti til verndar mikill. Samfélagsfornleifafræði er frekar nýtt sérsvið innan fornleifafræði sem snýst um að leyfa almenningi taka þátt á ýmsum stigum rannsókna. Slík verkefni hafa verið unnin víðsvegar í heiminum með góðum árangri og með þá reynslu í farteskinu verður þróuð ný aðferðarfræði með skilvirkri og samfélagsmiðaðri samvinnu í neðansjávarfornleifafræði á Íslandi. Frekari upplýsingar um erindið er að finna á ensku.

Erindinu verður streymt á Zoom og hefst útsendingin kl. 12:10.

Alex er doktorsnemi í fornleifafræði við HÍ en hún lauk meistaraprófi í Haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða árið 2016.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst það kl.12:10. Allir velkomnir. Erindið fer að þessu sinni fram á ensku.

Við viljum minna gesti á að huga að persónulegum sóttvörnum.

Á döfinni

Alex Tyas við rannsóknir, ásamt kollegum.
Alex Tyas við rannsóknir, ásamt kollegum.