Námskeið í haffræði

Námskeiðið Oceanography, eða Haffræði, er kennt í Háskólasetrinu dagana 19. október til 4. nóvember. Námskeiðið kennir dr. Angelika Renner, vísindamaður við Hafrannsóknarstofnunina í Tromsö í Noregi.

Námskeiðið er eitt af kjarnanámskeiðum meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun.

Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

 Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu.

Á döfinni

Námskeið í haffræði við Háskólasetur Vestfjarða.
Námskeið í haffræði við Háskólasetur Vestfjarða.

Námskeið um svæðishagkerfi

Námskeiðið Understanding a Regional Economy, eða Svæðishagkerfi, fer fram í Háskólasetrinu dagana 19. október til 4. nóvember. Námskeiðið kennir dr. Katherine Chalmers, dósent við hagfræðideild California State University. 

Námskeiðið er eitt af kjarnanámskeiðum meistaranámsins Sjávarbyggðafræði við Háskólasetrið.

Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

 Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu.

 

Á döfinni

Námskeið um svæðishagkerfi fer fram í Háskólasetrinu dagana 19. október til 4. nóvember.
Námskeið um svæðishagkerfi fer fram í Háskólasetrinu dagana 19. október til 4. nóvember.