Áhrif frárennslis á vistkerfi Skutulfjarðar

Miðvikudaginn 29. apríl, kl. 9:00 mun Jake Maruil Thompson verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Unfiltered: Sediment alterations in response to untreated wastewater emissions from a marine outfall off Ísafjörður, Iceland.“ En þar fjallar Jake um áhrif frárennslis á borð við skólp á vistkerfi Skutulsfjarðar.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Rakel Guðmundsdóttir, vatnavistfræðingur við Hafrannsóknarstofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Prófdómari er dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.

Úrdráttur

Hæfni vistkerfis til þess að brjóta niður frárennsli (t.d. skólp) á sjálfbæran hátt er m.a. háð viðtakanum (vatnshlotinu), náttúrulegum ferlum innan viðtakans, vatnsskiptum og gerð frárennslisins. Rannsókn var framkvæmd á vatnshlotinu Pollinum í Skutulsfirði þar sem staðbundin skólpmengun (point source pollution) er til staðar en ekki nein hreinsistöð. Beinar athuganir á svæðinu voru framkvæmdar af kafara með ljósmyndun og myndbandsupptökum. Heildar upptaka súrefnis (TOU), afoxunarmætti og sýrustig (pH) var mælt í setsýnum (kjarnar). Kjörnum var safnað í kringum skólpútrás ásamt því að tekin voru sýni frá Álftafirði sem er viðtaki án álags frá skoólpi (viðmið). Endurteknar súrefnismælingar voru framkvæmdar á setinu til þess að meta súrefnisupptökuhraða þess og þar með meta lífrænt álag. Niðurstöðurnar sýndu að súrefnisupptakan var mest í sýnum sem tekin voru 7 m frá skólpafrennsli í Skutulsfirði. Samanburður á sýnatökusvæðunum sýndu að marktækur munur var á afoxunarmættinu milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar (p=0,009) sem bendir til aukins niðurbrots vegna mengunar við skólpútrásina. Einnig var munur á milli viðtakanna á heildarupptöku súrefnis (TOU) og pH en munurinn var þó ekki tölfræðilega marktækur.

Dreifbýl svæði sem skorta aðgengi að hreinsibúnaði geta nýtt sér aðferðafræði þessarar skýrslu til þess að vakta áhrif afrennslis og skólps á viðtaka og umhverfi hans. Þrátt fyrir að þessari rannsókn á Skutulsfirði sé lokið benda niðurstöður hennar til þess að mikilvægt sé að vakta viðtakann áfram. Gagnlegt væri að koma fyrir síunarbúnaði við ræsi til þess að fjarlægja stórar agnir eins og plast úr afrennsli. Einnig væri mögulegt að setja upp búnað sem aðskilur afrennsli/skólp sem að hluta til væri hægt að endurnýta.

Á döfinni

Jake Maruli Thompson ver meistaraprófsritgerð sína um frárennslismál við Skutulsfjörð..
Jake Maruli Thompson ver meistaraprófsritgerð sína um frárennslismál við Skutulsfjörð..

Endurheimt ármynnis Colorado-fljóts

Miðvikudaginn 29. apríl, kl. 17:00 mun Dakota Bellow verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Reference conditions for restoring an estuary at the mouth of the Colorado River: Tijuana Estuary and the shelly record at Isla Montague.“ Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinendur eru dr. Karl Flessa, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Arizona í Bandaríkjunum og dr. Gregory Dietl, forstöðumaður safnkosts við steingervingarannsóknarstofnunina Paleontological Research Institution við Cornell Háskóla í Bandaríkjunum. Prófdómari er dr. Jill Welter, fagstjóri meistaranámsins Climate Change and Global Sustainability sem School for International Training rekur m.a. í Háskólasetri Vestfjarða.

Á döfinni

Dakota Bellow ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun þar sem hún fjallar um endurheimt ármynnis Colorado-fljóts.
Dakota Bellow ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun þar sem hún fjallar um endurheimt ármynnis Colorado-fljóts.

Áhrif manna á háhyrninga við Ísland

Fimmtudaginn 30. apríl kl. 9:00 mun Laetitia Anne Marie Gabrielle Lionnet verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Measuring potential anthropogenic impacts on Icelandic killer whales (Orcinus Orca) through scar-based analysis.“ Í rannsókninni notast Laetitia við myndgreiningu ljósmynda af örum á íslenskum háyrningum. Nánari upplýsingar í úrdrætti hér að neðan.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Filipa Isabel Pereira Samarra, vistfræðingur við Hafrannsóknastofnun – rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Prófdómari er Charla Basran, doktorsnemi við Háskóla Íslands.

Úrdráttur

Skaðsemi sjávarútvegs á lífríki sjávar hefur í auknum mæli vakið athygli á heimsvísu. Til þess að fá yfirsýn yfir þessa hugsanlegu skaðsemi af mannavöldum, hafa ör íslenskra háhyrninga verið talin og flokkuð með greiningu á ljósmyndum. Myndgreiningin leiddi í ljós algeng vandamál eins og að háhyrningar flækjast í veiðafæri og bátaárekstra sem hafa slæm áhrif á líf margra háhyrninga ár hvert. Greiningin á örum sýndi að lágmarkslíkur á því að háhyrningur á Íslandi flækist í veiðifæri er um 8.98% og lágmarkslíkur á því að verða fyrir bát er um 3.24%. Marktækur kynjamunur var á línulegum örum, tannförum og skörðum háhyrninganna en karlkyns háhyrningar voru hlutfallslega með fleiri áverka. Einnig var marktækur munur á línulegum örum og tannförum eftir mismunandi fæðu háhyrninganna og voru háhyrningar sem nærast bæði á fiski og spendýrum með fleiri áverka en háhyrningar sem taldir eru nærast einungis á síld. Auk þess var marktækur munur á skörðum hjá fullorðnum og ungum háhyrningum en fullorðnir háhyrningar voru með fleiri áverka en þeir ungu. Niðurstöður úr rannsókn á háhyrningum sem hafa flækst í veiðafæri, bornar saman við svipaða rannsókn á hnúfubökum, sýna að íslenskir háhyrningar eiga í minni hættu á að flækjast í veiðifæri en íslenskir hnúfubakar. Þessar niðurstöður gefa til kynna að slíkar flækjur hafa ekki eins mikil áhrif á minni hvaldýr, eða að erfiðara sé að greina ör háhyrninga eins vel og ör hnúfubaka vegna mismunandi uppbyggingu hvaldýranna. Í rannsókninni er ráðlagt að kynntur verði til sérstakur veiðibúnaður sem dragi úr líkum á því að hvalir og önnur dýr flækjast í honum. Einnig er ráðlagt að lögð verði fram reglugerð um hámarkshraða til þess að draga úr árekstrum hvala og báta. Frekari rannsóknir ættu að taka mark á athugunum sjómanna á sambandi sjávarútvegs við lífríki sjávar auk þess að styðjast við hjálp dýralækna á greiningu öra á réttmætan hátt.

Á döfinni

Laetitia Lionnet ver meistaraprófsritgerð sína um áhrif manna á háhyrninga við Ísland.
Laetitia Lionnet ver meistaraprófsritgerð sína um áhrif manna á háhyrninga við Ísland.

Mat á áhrifum hvalaskoðunar á hnúfubaka við Skjálfandaflóa

Fimmtudaginn 30. apríl kl. 11:30 mun Hanna Scott Vatcher verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „An assessment of whale watching impacts on the behaviour of humpback whales (Megaptera novaeangliae) in Skjálfandi Bay, Iceland.“

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Marianne Rasmussen, forstöðukona Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Húsavík. Prófdómari er dr. Katja Petersen, lektor í líffræði sjávarspendira við DIS - Danish Institute for Study Abroad.

Úrdráttur

Hvalaskoðun er orðinn iðnaður með meira en milljarð dollara hagnað um allan heim og felur með sér atvinnu og efhagslegan ávinning fyrir samfélög og þjóðir. Á norðaustur Íslandi hefur lítill bær í Skjálfanda orðið að hvalarskoðunarhöfuðborg Evrópu og dregur að sér ferðamenn víðs vegar um heiminn vegna tækifæri til náttúruskoðunar og fallegs landslags. Með þessari þróun og mannvirkni koma áhyggjur varðandi vellíðan þeirra hvala sem hafa flutt í flóann vegna betri tækifæra varðandi fæðu. Siðareglur voru gerðar af hvalarskoðunarrekstraraðilum á svæðinu sem vildu koma á stjórnun og sjálfbærum vinnubrögð í iðnaðinum til að takmarka skaðleg áhrif á hvali. Markmið þessarar rannsóknar er að bera kennsl á raskanir í hegðun hnúfubaka í Skjálfanda með nærveru báta og að meta hvort siðareglunum sé fylgt eftir. Á þriggja mánaðar ferli frá júlí til september 2019 voru tekin saman gögn um borð í hvalarskoðunarskipi þar sem mælingar voru gerðar á hraða bátsins, fjarlægð frá hvölum, fjöldi báta á svæðinu í kringum sýnilega hvali og almenn hegðun hvalanna voru skráð. Niðurstöður sýndu ekki fram á neinar verulegar breytingar á hegðun hjá hnúfubökum þegar þeir voru í nærveru hvalarskoðunarbáta þegar fylgni var á milli fjölda báta, hraða þeirra og fjarlægð frá hvölunum. Sundmynstur hvala breyttust þegar þeir urðu varir við báta og sýndu þeir tilhneigingu að synda í beina línu þegar margir bátar voru viðstaddir. Siðareglum var fylgt eftir varðandi fjarlægð frá hvölum en var fjölbreytilegri þegar kom að lengd viðveru hvala og takmörun hraða í hverjum mánuði, vegna færri fjölda hvala á svæðinu. Framtíðar langtímarannsóknir ættu að halda áfram að fylgjast með starfsemi hvalarskoðunar í Skjálfanda og ýta á strangari framfylgni siðareglana.

Á döfinni

Hanna Scott Vatcher ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um áhrif hvalaskoðunar á hnúfubaka.
Hanna Scott Vatcher ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um áhrif hvalaskoðunar á hnúfubaka.