Vísindaport - Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði

Föstudaginn 24. mars mun Hildur Dagbjört Arnardóttir flytja erindið „Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði“ í Vísindaporti.

Gróandi er að byrja sitt áttunda ræktunartímabil þessa dagana og ætlar Hildur að kynna og svara spurningum um starfsemina sem fer fram þar. 

Starfsemi Gróanda er í stöðugri þróun til þess að allir íbúar á svæðinu sem vilja geti fengið aðgengi að hollum mat, ræktuðum með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Í gegnum árin hefur skapast mikil reynsla og fjölmargar sjálfbærar ræktunaraðferðir prófaðar og aðlagaðar að okkar aðstæðum hér á Vestfjörðum. Undanfarið hefur Gróandi einnig einbeitt sér að fræðslu og námskeiðshaldi til að áhugasamir geti komið hingað og lært af okkar reynslu. Síðasta ár fór í hönd innleiðing á nýju rekstrarmódeli sem gerir okkur kleift að bjóða öllum að taka þátt í starfi Gróanda - á þann hátt sem hentar hverjum og einum.

Hildur Dagbjört er landslagsarkitekt og vistræktarkennari. Hún flutti til Ísafjarðar fyrir 8 árum og hefur síðan þá starfað bæði sem landslagsarkitekt í Verkís og sem grænmetisbóndi í Gróanda. Hún heldur einnig námskeið og fyrirlestra um vistrækt, sjálfbærni og ræktun.

 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

 

Viðburður Vísindaportsins á Facebook:  https://fb.me/e/JoTjb9C6 

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439 

 

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is 

 

Öll hjartanlega velkomin.

Á döfinni

Ljósmyndari Haukur Sigurðsson
Ljósmyndari Haukur Sigurðsson

Námskeiðið Horft til framtíðar: Sviðsmyndir fyrir strandsvæði hefst

Námskeiðið Outlook to the Future: Coastal Arctic Scenarios, eða Horft til framtíðar: Sviðsmyndir fyrir strandsvæði Norðurskauts, er kennt í Háskólasetri Vestfjarða dagana 27. mars til 5. apríl. Kennari námskeiðsins er Adam Stepien, stjórnmálafræðingur við Norðurskautasetrið í Háskólanum í Lapplandi. 

Námskeiðið er eitt af valnámskeiðum meistaranámsleiða Háskólaseturs í bæði Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Kennslan fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins má nálgast í námskeiðslýsingu.

 

Valnámskeið | 4 ECTS | Námskeið: CRD14

Kennari:  Adam Stepien

Dagsetningar: 27. mars - 5. apríl

Á döfinni

Adam Stepier, stjórnmálafræðingur
Adam Stepier, stjórnmálafræðingur

Námskeiðið Stjórnun verndaðra hafsvæða hefst

Námskeiðið Marine Protected Areas Management, eða Stjórnun verndaðra hafsvæða, er kennt í Háskólasetri Vestfjarða dagana 27. mars til 5. apríl. Kennari námskeiðsins er Dr. Bradley W. Barr, yfirráðgjafi við haf- og loftslagsstofnun National Marine Sanctuaries’ Maritime Heritage verkefnisins, og gestaprófessor við University of New Hampshire School of Marine Science and Ocean Engineering.

Námskeiðið er eitt af valnámskeiðum meistaranámsleiða Háskólaseturs í bæði Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Kennslan fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins má nálgast í námskeiðslýsingu.

 

Valnámskeið | 4 ECTS | Námskeið: CMM22

Kennari:  Dr. Bradley W. Barr

Dagsetningar: 27. mars - 5. apríl

Á döfinni

Bradley Barr, prófessor
Bradley Barr, prófessor

Páskafrí!

Engin kennsla fer fram í Háskólasetri Vestfjarða 6.-16. apríl. Skrifstofan verður lokuð Skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum en opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl kl. 9:00.

 

Á döfinni