Bergmálsmæling sjávarbotns í Síle

Þriðjudaginn 23. apríl, kl. 12:00, mun Ignacio Baena Vega verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Í rannsókn sinni notast Ignacio við bergmálsmælingar til að rannsaka dreifingu og formgerð þara við strendur Síle. Þótt þarinn sé ekki nýttur þar um slóðir getur kortlagning hans gagnast við stjórnun fiskveiða á svæðinu. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast í útdrætti á ensku. Ritgerðin ber titilinn Acoustic Seabed Mapping in Central Chile: Evaluation of echo sounder and description of kelp beds under different management and environmental regimes.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Evie Ann Wieters, hjá Estración Costera de Investigaciones Marinas við Pontifica háskólann í Síle. Prófdómari er dr. Zoi Konstantinou, nýdoktor við Aristótelesar háskólann í Þessalóníku í Grikklandi og kennari í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarð.

Á döfinni

Ignacio Baena Vega ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða
Ignacio Baena Vega ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða

Opið námskeið um fæðuöryggi og matvælakerfi

Námskeiðið „Coastal Food Systems“ er tveggja vikna, fjögra ECTS eininga námskeið á meistarstig sem er opið þátttakendum úr atvinnulífinu og úr háskólum. Sjá upplýsingar um umsóknir hér að neðan.

Á námskeiðinu verður fjallað um málefni sem talsvert hafa verið til umræðu undanfarið um fæðu og matvæli. Fjallað verður um matvæli og tengsl þeirra við samfélagið á fjölbreyttan hátt. Meðal viðfangsefna námskeiðsins eru fæðuöryggi, fæðusjálfræði (e. food sovereignty), fæðuréttindi, fæðusjálfbærni og seiglu í matvælakerfum. Þá verður landfræði matvæla til umfjöllunar hvað varðar framleiðslu, dreifingu, neyslu og sóun. Sérstök áhersla er lögð á sjávarbyggðir í þessu samhengi. Fyrirtæki sem tengjast matvælaframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum verða heimsótt í námskeiðinu til fá enn betri innsýn í málefnið.

Námskeiðið er hluti af nýrri námsleið í sjávarbyggðafræði sem fer af stað í haust en boðið er upp á þetta námskeið í vor sem valnámskeið í haf- og strandsvæðastjórnun. Námskeiðið er sem fyrr segir opið þátttakendum úr atvinnulífi og úr háskólum. Það er því tilvalið sem endurmenntun eða sem hluti öðru meistaranámi.

Kennari á námskeiðinu er Dr. Kirsten Lowitt, dósent við landfræði og umhverfisdeild Brandon háskóla í Kanada. Hún hefur stundað rannsóknir á samspili matvæla, fæðusjálfræðis (e. food sovereignty), auðlindastjórnunar og samfélaga í samhengi við strandbyggðir. Sérstakt áherslusvið Dr. Lowitt er hlutverk smábátaveiða í sjálfbærum fæðukerfum (e. food systems) sem og fæðusjálfræði frumbyggja.

Kennsla fer fram frá 6.-17. maí næstkomandi í Háskólasetri Vestfjarða. Upplýsingar um umsóknarferlið má finna á vefsíðu Opinna námskeiða. Einnig er velkomið að hafa samband við Margréti Arnardóttur kennslustjóra Háskólaseturs.

Á döfinni

Kennari á námskeiðinu er Dr. Kirsten Lowitt, dósent við landfræði og umhverfisdeild Brandon háskóla í Kanada.
Kennari á námskeiðinu er Dr. Kirsten Lowitt, dósent við landfræði og umhverfisdeild Brandon háskóla í Kanada.