Stuttir dagar, langar nætur: áhrif skammdegis á lunderni

Á þessum árstíma þegar dagurinn er stuttur en nóttin löng getur verið áhugavert að velta fyrir sér sálfræðilegum áhrifum skammdegsins á okkur mannfólkið. Þetta er viðfangsefni dr. Eve Markowitz Preston sem er gestur þessa fyrsta Vísindaports á nýju ári. Ítarlegri lýsing á erindinu mun birtast hér er nær dregur.

Eve Markowitz Preston er sálfræðingur að mennt, búsett og starfandi í New York í Bandaríkjunum. Hún rekur þar stofu og býður upp á meðferðarúrræði í hugrænni atferlismeðferð fyrir fullorðið fólk auk þess sem hún heldur reglulega námskeið og fyrirlestra. Eve Markowitz Preston hefur undanfarin ár komið í nokkrar heimsóknir til Íslands og notar hún yfirleitt tækifærið til að halda opna fyrirlestra um hin ýmsu viðfangsefni á sviði sálfræðinnar, svo sem reiðistjórnun, sálfræði þakklætis eða um það hversu gefandi það getur verið að starfa sem sjálfboðaliði.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs kl. 12:10-13. Allir velkomnir. Erindið fer að þessu sinni fram á ensku.

Á döfinni