Skilningur hagsmunaaðila í Harstad í Noregi á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í olíuiðnaði

Þriðjudaginn 10. apríl mun Melanie Jenkins verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerð hennar fjallar um skilning staðbundinna hagsmunaaðila á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í olíuiðnaði en í ritgerðinni er fjallað sérstaklega um Harstad í Noregi í þessu sambandi. Vörnin hefst kl. 16:00 í Háskólasetri Vestfjarða og er opin öllum.

Leiðbeinandi ritgerðarinnar er dr. Ilian Kelman, dósent við University College í London. Leiðbeinandi er dr. Auður H. Ingólfsdóttir, sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð ferðamála.

Nánari upplýsingar um ritgerðina má nálgast á ensku í úrdrætti.

Melanie Jenkins ver ritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun þriðjudaginn 10. apríl.

Á döfinni