Samspil staðartengsla og náttúruvár á Patreksfirði

Föstudaginn 25. febrúar, kl. 13:00, mun Frances Simmons verja meistaraprófsritgerð sína í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „Heavy is the Mountain: The tension between place attachment and perceptions of hazards, climate change and place disruption, revealed through virtual walking tours in Patreksfjörður, Iceland.“ Í rannsókninni er sjónum beint að Patreksfirði og fjallað um samspilið á milli staðartengsla, náttúruváa, loftslagsbreytinga og rasks vegna varna. Rannsóknin var framkvæmd með sýndargönguferðum til að kanna sambandið milli staðartengsla og skynjunar landslags.

Fyrsti leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Uta Reichard, rannsakandi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Annar leiðbeinandi er Dr. Benjamin Henning, prófessor í landfræði við Líf- og umhverfsideild Háskóla Íslands. Prófdómari er Kjartan Bollason, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

Frances Simmons, nemandi í Sjávarbyggðafræði ver meistaraprófsritgerð sína um samspil náttúruvár og staðartengsla á Patreksfirði.

Á döfinni