Ráðstefna University of the Arctic 2021

UArctic-ráðstefnan fer fram dagana 15.-18. maí og verður að mestu rafræn. Hún er skipulögð af íslenskum háskólastofnunum sem eru aðilar að University of the Arctic - Háskóla norðurslóða.

Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fræðimenn, sérfræðinga, fulltrúa frumbyggja og ekki síst stúdenta til að ræða saman um málefni norðurslóða, efla samvinnu þegar kemur að rannsóknum og stuðla að sjálfbærum lausnum á þeim áskorunum sem svæðið stendur frammi fyrir.

Ráðstefnan er tengd formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og þar verður lögð sérstök áhersla á loftslagsmál og grænar orkulausnir, íbúa á norðurslóðum og vistkerfi sjávar á svæðinu. Einnig verður hægt að fræðast um mannréttindi, stjórnmál, jafnrétti, öryggismál og margt fleira sem tengist málefnum norðurslóða.

Stúdentar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt og er þátttaka þeirra gjaldfrjáls.

Á döfinni