Opið námskeið um fæðuöryggi og matvælakerfi

Námskeiðið „Coastal Food Systems“ er tveggja vikna, fjögra ECTS eininga námskeið á meistarstig sem er opið þátttakendum úr atvinnulífinu og úr háskólum. Sjá upplýsingar um umsóknir hér að neðan.

Á námskeiðinu verður fjallað um málefni sem talsvert hafa verið til umræðu undanfarið um fæðu og matvæli. Fjallað verður um matvæli og tengsl þeirra við samfélagið á fjölbreyttan hátt. Meðal viðfangsefna námskeiðsins eru fæðuöryggi, fæðusjálfræði (e. food sovereignty), fæðuréttindi, fæðusjálfbærni og seiglu í matvælakerfum. Þá verður landfræði matvæla til umfjöllunar hvað varðar framleiðslu, dreifingu, neyslu og sóun. Sérstök áhersla er lögð á sjávarbyggðir í þessu samhengi. Fyrirtæki sem tengjast matvælaframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum verða heimsótt í námskeiðinu til fá enn betri innsýn í málefnið.

Námskeiðið er hluti af nýrri námsleið í sjávarbyggðafræði sem fer af stað í haust en boðið er upp á þetta námskeið í vor sem valnámskeið í haf- og strandsvæðastjórnun. Námskeiðið er sem fyrr segir opið þátttakendum úr atvinnulífi og úr háskólum. Það er því tilvalið sem endurmenntun eða sem hluti öðru meistaranámi.

Kennari á námskeiðinu er Dr. Kirsten Lowitt, dósent við landfræði og umhverfisdeild Brandon háskóla í Kanada. Hún hefur stundað rannsóknir á samspili matvæla, fæðusjálfræðis (e. food sovereignty), auðlindastjórnunar og samfélaga í samhengi við strandbyggðir. Sérstakt áherslusvið Dr. Lowitt er hlutverk smábátaveiða í sjálfbærum fæðukerfum (e. food systems) sem og fæðusjálfræði frumbyggja.

Kennsla fer fram frá 6.-17. maí næstkomandi í Háskólasetri Vestfjarða. Upplýsingar um umsóknarferlið má finna á vefsíðu Opinna námskeiða. Einnig er velkomið að hafa samband við Margréti Arnardóttur kennslustjóra Háskólaseturs.

Kennari á námskeiðinu er Dr. Kirsten Lowitt, dósent við landfræði og umhverfisdeild Brandon háskóla í Kanada.

Á döfinni