Möguleg nýting varma úr sjó við Íslandsstrendur

Föstudaginn 2. september mun Majid Eskafi, meistaranámsnemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, verja meistararitgerð sína. Ritgerðin ber titilinn: „Feasibility of Ocean Heat Extraction in Icelandic Coastal Waters; Case Study of Önundarfjörður“.

Leiðbeinendur Majids eru Ragnar K. Ásmundsson, Ph.D. og sérfræðingur í hita- og orkurannsóknum á Akureyri og Steingrímur Jónsson, prófessor í haffræði við Háskólann á Akureyri og Hafrannsóknastofnun. Prófdómari er Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.

Vörnin fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetri Vestfjarða kl. 13 á föstudag og er öllum opin.

Hér má nálgast ítarlegan útdrátt ritgerðarinnar á ensku.

Majid Eskafi.

Á döfinni