Loftslagsbreytingar og vatnsgæði í Vaðhafinu

Fimmtudaginn 16. maí kl. 9:30 mun Sara Pino Cobacho verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerðin ber titilinn Green Infrastructure and Water Quality in the Wadden Sea under Future Changes in Climate.  Vörnin fer fram í Háskólasetrinu og er opin almenningi.

Í rannsókn sinni beinir Sara sjónum sínum að áhrifum loftslagsbreytinga á vatnsgæði í Vaðhafinu við strendur Hollands. Ítarlega lýsingu á verkefninu má nálgast í útdrætti á ensku.

Leiðbeinendur verkefnisins eru dr. Ghada El Serafy, sérfræðingur við Deltares vatnarannsóknarstofnunina í Hollandi og dr. Zoi Konstantinou, stefnumótunarráðgjafi við stjórnsvið sjávarútvegsmála hjá framkvæmdarstjórn ESB. Prófdómari er dr. Pamela Woods, fiskifræðingur við Hafrannsóknastofnun – Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna.

Sara Pino Cobacho ver lokaritgerð sína um áhrif loftslagsbreytinga á vatnsgæði í Vaðhafinu.

Á döfinni