Laust starf: Fagstjóri í haf- og strandsvæðastjórnun

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) í samstarfi við Háskólann á Akureyri, með um 40-50 virka meistaranema hverju sinni. Námsleiðin hóf göngu sína 2008, en 2019 bættist við sambærileg námsleið í sjávarbyggðafræði.

Fagstjórinn vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp. Fagstjóri skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðila námsins og forleiðbeinir nemendum í meistaraprófsritgerðum. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Fagstjórinn þarf að fylgjast vel með lokaritgerðavinnu nemenda, í nánu samstarfi við leiðbeinendur, og þarf til þess að hafa góða faglega yfirsýn sem og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum í umhverfis- og auðlindastjórnun. Æskilegt er að fagstjórinn hafi reynslu af að leiðbeina nemendum á meistarastigi. Til greina kemur að fagstjórinn taki að sér einhverja kennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á viðeigandi sviði, gjarnan þverfræðilega með áherslu á náttúruvísindi
  • Meistarapróf eða doktorspróf
  • Reynsla af rannsóknarvinnu og leiðbeiningu lokaritgerða æskileg
  • Færni til að viðhalda og stækka akademískt tengslanet
  • Frumkvæði til að þróa áfram námsleiðina
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni
  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta í íslensku er mjög æskileg.

Æskilegt er að nýr fagstjóri geti hafið störf eigi síðar en á haustmisseri 2022. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is

Umsóknir með ritaskrá og skrá yfir kennslureynslu og önnur akademísk störf, ef við á, sendist á Háskólasetur Vestfjarða og í tölvupósti á weiss@uw.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2022.

Meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun er kennt á Ísafirði

Á döfinni