Laust starf - Verkefnastjóri meistaranáms

Háskólasetur Vestfjarða leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í 100% starf. Staðan er tímabundin til tveggja ára. Verkefnastjóri meistaranáms vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði.

Verkefnastjóri meistaranáms aðstoðar fagstjóra og aðra starfsmenn m.a. við skipulagningu kennslu og meistaranámsvarna sem og auglýsingu og kynningu náms. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða, góðrar tímastjórnunar, sveigjanleika og vilja til samstarfs.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf æskilegt
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni og góð tímastjórnun
  • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
  • Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta í ræðu og riti.

Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management), með um 40-50 virka meistaranema ár hvert, og nú bætist við samsvarandi námsleið í sjávarbyggðafræði (Coastal Communities and Regional Development). Báðar námsleiðirnar eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Markmið Háskólaseturs er að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp.

Verkefnastjórinn þarf að geta hafið störf á haustmisseri 2018. Til greina kemur að starfið sé hlutastarf ef þess væri óskað. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is. Háskólasetrið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Umsóknir (kynningarbréf og ferilskrá) sendist í tölvupósti á weiss@uw.is. Umsóknarfrestur er til og með 24.09.2018.

Ljósmynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Á döfinni