Kvótakerfi frumbyggja á Nýja Sjálandi – tækifæri og takmarkanir

Þriðjudaginn 19. september verður boðið upp á hádegisfyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða þar sem fjallað verður um kvótakerfi sem tekið var upp á Nýja Sjálandi árið 1992. Því var ætlað að endurvekja réttindi Mára til fiskveiða og styrkja þannig atvinnuhætti frumbyggja landsins. Fiona McCormack, prófessor við mannfræðideild Háskólans í Waikato á Nýja Sjálandi, hefur rannsakað áhrif kerfisins og mun hún í fyrirlestrinum m.a. fara yfir þau tækifæri og þær takmarkanir sem hafa fylgt kerfinu.

Árið 1992 var undirritaður sáttmáli , Treaty of Waitangi Fisheries Settlement Act, sem staðfesti að Márar áttu ekki aðeins hagsmuna að gæta við fiskveiðar út frá hefðarétti heldur einnig viðskiptalega hagsmuni sem höfðu nær þurrkast út á nýlendutímum landsins. Réttindi Máranna voru því endurvakin með gildistöku kvótakerfis,  Iwi Settlement Quate (ISQ), sem átti að gera Márum kleift að komast aftur inn í sjávarútveginn. Þessu markmiði hefur þó ekki verið náð að fullu og flestir frumbyggjar leigja frá sér veiðiréttinn frekar en að nýta hann sjálfir.

Hádegisfyrirlesturinn fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða kl. 12.10-13.00 og er opinn öllum áhugasömum.

Á döfinni

Fiona McCormack prófessor við mannfræðideild Háskólans í Waikato heldur fyrirlestur um kvótakerfi frmbyggja á Nýja Sjálandi.
Fiona McCormack prófessor við mannfræðideild Háskólans í Waikato heldur fyrirlestur um kvótakerfi frmbyggja á Nýja Sjálandi.