Húsnæði óskast fyrir nemendur og kennara

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir húsnæði fyrir nemendur og fyrir kennara frá og með næsta hausti.

Húsnæði fyrir nemendur

Með nýrri námsleið í Sjávarbyggðafræði mun nemendafjöldinn tvöfaldast til lengri tíma og er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir nýnemana, frá og með næsta hausti. Kennslutímabilið hefst 22. ágúst og lýkur á sumarönn um miðjan júní á næsta ári.

Háskólasetrið býður væntanlegum námsmönnum aðstoð við að finna húsnæði í gegnum þriðja aðila sem kynnir húsnæðið á sérstakri vefsíðu. Þessi aðili, sem er fyrrum nemandi við Háskólasetrið, sér um milligöngu, þ.e. kynningu á húsnæðinu ásamt tengingu milli eiganda og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður milli leigjenda og húseigenda án aðkomu Háskólaseturs.

Leitað er að íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum og aðgangi að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu.

Húsnæði fyrir kennara

Háskólasetur óskar einnig eftir að taka á leigu húsnæði fyrir kennara í Sjávarbyggðafræði frá og með næsta hausti og fram að miðjum júní 2019. Kennt er í lotum og dvelja kennarar oftast í tvær eða þrjár vikur í senn. Húsnæðið getur verið laust yfir jól og páska.  Húsnæðið þarf að vera fullbúið með húsgögnum, baði/sturtu, þvotta- og eldunaraðstöðu og aðgangi að Interneti.  Við val á húsnæði mun Háskólasetrið taka mið af heildarkostnaði með ræstingu við kennaraskipti, auk ástands húsnæðisins, staðsetningu og hentugleika.

 

Bæði nemenda- og kennarahúsnæðið ætti að vera í göngufæri við Háskólasetrið.

Ábendingar um húsnæði fyrir nemendur eru velkomnar allt árið, en sérstaklega nú í apríl/maí, þegar nemendur taka ákvörðun um búsetu næsta haust.

Tilboð í húsnæði fyrir kennara sendist til Peters Weiss, Háskólasetri. Tilboðin verða opnuð 16.04.2018 kl. 13:00 í viðurvist þeirra sem þess óska. Háskólasetrið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Nánari upplýsingar veitir Peter Weiss forstöðumaður í síma 450 3045 eða weiss@uw.is

Á döfinni