Hið frábæra plast? Blessun fyrir mannfólkið, böl fyrir náttúruna

Mánudaginn 19.nóvember mun Anne de Vries, kynna rannsóknarverkefni sem hún hefur undanfarna mánuði verið að vinna í samstarfi við starfsmenn útibús Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði. Anne mun einnig kynna verkefni sitt í málstofu Hafrannsóknastofnunar í Reykjavík 23.nóvember n.k.

Verkefni Anne snýr að mælingum á plastögnum í þorski (Gadus morhua) og ufsa (Pollachius virens) við vesturströnd Íslands. Fjallað verður um notkun alkalín meðferðar með Kalíum hýdroxíð (KOH) til að leysa upp magainnihald til að meta plastmagn í mögum. Plastrannsóknir eru nýjar af nálinni og í stöðugri þróun og mun Anne fjalla um reynslu sína af þeirri aðferðarfræði sem hún hefur verið að beita.  

Anne hefur áður numið vatnsstjórnun (e. Water management) við University of Applied Sciences í Vlissingen í Hollandi og er hún núna nemandi í meistaranáminu í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Erindið fer fram í Háskólasetrinu kl. 12-13 og verður flutt á ensku. Allir velkomnir.

Anne de Vries við rannsóknarstörf.

Á döfinni