Háskólahátíð á Hrafnseyri 2016
- Hrafnseyri
- 17. júní 2016
- 11:00
- Háskólahátíð
Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistarnámi í haf- og strandsvæðastjórnun sem og fjarnemum af Vestfjörðum.
Árið 2016 munu 14 nemendur útskrifast úr meistarnámi í haf- og strandsvæðastjórnun, sem er kennt hjá Háskólasetri Vestfjarða í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Formleg útskrift er frá HA, en Háskólasetrið mun af þessu tilefni efna til háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 17. júni 2016. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftarnema annarra háskóla til að samfagna á háskólahátíðinni á Hrafnseyri.
Auk útskriftarnema bjóðum við hjartanlega velkomna alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfsmenn, stjórnarmenn og stofnaðila sem og aðra samstarfsaðila í gegnum tíðina.
Það er Háskólasetrinu mikill heiður að rektor Háskólans á Akureyri eða fulltrúi Háskólans hefur tilkynnt komu sína eins og síðastliðin ár. Auk þess er von á eldri nemendum sem og kennurum. Við vonumst til að sjá sem flesta velunnara Háskólasetursins á þessum hátíðardegi á Hrafnseyri.
Dagskrá:
08:50-09:30 Flug Reykjavík-Ísafjörður
11:15 Mætt í rútu fyrir framan Háskólasetrið
11:30 Brottför rútu Ísafjörður-Hrafnseyri (skráning)
13:00 Guðsþjónusta á Hrafnseyri í tilefni þjóðhátíðardagsins
13:45 Kaffiveitingar á Hrafnseyri, þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri. Súpa og brauð til sölu.
14:30 Hátíðarræða: Sigurður Bessason annar varaforseti ASÍ
15:00-16:00 Hátíðleg athöfn í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda
Myndataka
16:30 Rúta Hrafnseyri-Ísafjörður (skráning)
20:25-21:05 Flug Ísafjörður-Reykjavík
Hátíðleg athöfn á Hrafnseyri er opin gestum á meðan húsrúm leyfir.
Hátíðlega athöfnin er úti undir Bælisbrekku meðan veður leyfir, annars inni í kapellu.
Ókeypis er í rútu, en nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja sér sæti. Tilgreinið hvort þið ætlið að taka rútu frá Háskólasetri, Hlíf, Skeiði, Önundarfirði eða Þingeyri. Brottför frá Háskólasetri verður ekki seinna en 11:30. Mæting upp úr 11:15.
Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu.